Ó súkkulaði, elsku súkkulaði. Ég á mjög erfitt að standast þá freistingu að fá mér einn súkkulaðibita á kvöldin, sama hvað ég reyni og segi við mig sjálfa að nú fái ég mér ávöxt í staðinn þá veit ég ekki fyrr en ég er komin með súkkulaðistykki upp í munninn eða búin að klára Nóa Kropps pokann. Súkkulaði er einmitt aðal atriðið í þessari færslu, ég ætla að deila með ykkur uppskrift ef uppskrift má kalla að einföldum en stórkostlega góðum súkkulaðibitum. Ég segi það og skrifa að þetta eru með betri súkkulaðimolum sem ég hef smakkað.
Ég mæli með að þið prófið, þá sérstaklega með kvöldkaffinu eftir góða máltíð.
Gómsætur súkkulaðimoli með hnetusmjöri.
100 g 70% súkkulaði
1 msk. Kókosolía
Hnetusmjör, magn eftir smekk
Kókosmjöl
1. Bræðið súkkulaði og kókosolíu yfir vatnsbaði.
2. Setjið 2 msk af bræddu súkkulaði í bollakökuform, setjið síðan eina teskeið af hnetusmjöri ofan í og að lokum 1 msk af súkkulaði yfir.
Ég fékk fjóra væna súkkulaðibita en ef ég ætti t.d. klakaform þá hefði ég gert minni og þá fleiri. Ég sáldraði smá kókosmjöli yfir og það kom mjög vel út.
Setjið súkkulaðibitana í frystinn í lágmark klukkustund áður en þið njótið þeirra.
Kvöldkaffið mitt hefur sjaldan verið eins ljómandi gott. Það góða við þessa súkkulaðibita er að einn - tveir molar eru alveg nóg. Það er ekki eins og með blessaða Nóa Kroppið, ég get ekki hætt fyrr en pokinn er búinn.
Ég mæli með að þið prófið þessa einföldu og dásamlegu súkkulaðimola kæru vinir. Ég vona að þið eigið eftir að njóta þeirra.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Besta samsetning ever! Súkkulaði og hnetusmjör!
ReplyDeleteÞetta er ótrúlega girnilegt ! nammmii, :)
ReplyDeleteÞetta er ekkert smá girnilegt ! nammmi
ReplyDeleteOhh , þetta er svo gott! Á eftir að gera svona mola aftur.
ReplyDeleteTakk fyrir allar uppskriftinar kæra Eva :)
Kv. Rakel