Monday, May 13, 2013

Uppáhalds vikan mín.


Það var erfitt að vakna í morgun eins og gengur og gerist eftir gleðilega helgi, átti stórgóða helgi sem fór í bókarskrif og huggulegar stundir með vinum. Í gærkvöldi fór ég á leiksýningu hjá Brekkubæjarskóla og hún var frábær, krakkarnir eru svo hæfileikaríkir og sýningin mjög skemmtileg. Gamli skólinn minn á mikið hrós skilið. 

Nú er ný vika gengin í garð og þetta er uppáhalds vikan mín á árinu, afmælisvikan í fjölskyldunni minni. Sonur systur minnar á afmæli, ég á afmæli og mamma verður fimmtug á laugardaginn. Svo er auðvitað eurovision, sem er í sérlega miklu uppáhaldi hjá mér. Þannig þetta verður heldur betur skemmtileg vika, rúsínan í pylsuendanum er auðvitað að hluti af fjölskyldunni minni er að koma heim á morgun. 

En það nóg að gera í dag svo nú reynir á að vera skipulögð. Ég vona að þið eigið góða viku framundan kæru vinir.  

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment