Gleðilega helgi kæru lesendur. Vikan leið svo fljótt, ég hef ekki haft tíma til þess að líta inn á bloggið í vikunni. Mér finnst það voðalega leiðinlegt að ná ekki að setja inn eins og eina uppskrift eða þá bara rétt til þess að segja hæ við ykkur. Það hefur verið mikið að gera í vikunni og ég vona að þið fyrirgefið mér bloggleysið, bráðlega verður nýja útlitið á blogginu tilbúið svo þá verður enn skemmtilegra að blogga fyrir ykkur.
Nú eru örfáir dagar í að fyrstu matreiðsluþættir mínir fari í loftið, ég get nú alveg sagt ykkur að ég er með mööörg fiðrildi í maganum. Ég er voða spennt og aðvitað pínu stressuð. Ég vona innilega að þið hafið gaman af. :-) Hér getið þið séð stiklu úr fyrsta þættinum. Við tókum upp fleiri þætti í vikunni og þetta verður skemmtilegra með hverjum þættinum - ég er svo ósköp þakklát að fá að gera það sem mér þykir skemmtilegt.
Matargleði Evu, bókin mín er tilbúin og er nú á leið í prentun. Við kláruðum hana alveg í vikunni og er ég ótrúlega ánægð með útkomuna. Það verður mikið gaman að fá hana í hendurnar, mjög fljótlega.
Ég og amma tókum skyndiákvörðun í vikunni um að skella okkur til Noregs að hitta fólkið okkar. Helgin byrjaði því eldsnemma hjá okkur í morgun og nú sit ég hér í makindum mínum heima hjá systur minni í Noregi með fjölskyldu minni. Kósí kvöld framundan, sushi, kínverskur matur og hvítvín í huggulegum félasskap. Gerist nú varla betra.
Kynning á þættinum ' Í eldhúsinu hennar Evu' í Fréttablaðinu í vikunni. |
Nokkrar haustlegar uppskriftir sem ég deildi með lesendum Morgunblaðsins í dag, 18.okt. Góða helgi elsku þið og vonandi eigið þið góða helgi framundan með fólkinu ykkar. xxx Eva Laufey Kjaran |
No comments:
Post a Comment