Tuesday, October 22, 2013

Helgin mín í myndum

Helgin var sérstaklega fljót að líða að þessu sinni, ég og amma komum hingað til Noregs á föstudaginn og förum heim í dag. Þetta hefur verið dásamlegt frí með fjölskyldunni og mikið sem ég hlakka til að fá þau öll heim um jólin, það styttist nú í það. 

Svona frí eru alltaf svo fljót að líða og ég væri nú alveg til í að vera nokkra daga til viðbótar, en en.  Ég tók mikið af myndum eins og ég geri nú alltaf, ég ætla að deila nokkrum með ykkur... eða já nokkrum. Hér kemur myndaflóð. 

Steindór Mar elsti prinsinn minn fór með mér í göngutúr í fallega haustveðrinu


Kristían Mar Kjaran sælkeri var ánægður með kaffihúsaferð

Kristían, amma Rósa og Daníel Mar í stuði
Eva Laufey Kjaran og Kristían Mar Kjaran

Amma mín Stína og Maren Rós systir mín 



Helgarbrönsinn og eftirrétturinn eitt kvöldið, kaffi-súkkulaðimús með jarðarberjum. Uppskriftin kemur fljótlega inn á bloggið. 

Það er svo afskaplega huggulegt hér í kotinu og ég naut þess að skoða haust matreiðslublöðin

Litlu gaurarnir mínir yfir sig ánægðir að fá ömmu Stínu í heimsókn 

Alltaf tilefni til þess að skála 


Mæðgurnar fínu 





Heitt súkkulaði með risastórum sykurpúða eftir göngutúr í Stavanger, þegar ég segi göngutúr þá meina ég búðarráp

Mamma mín yndislega 

Ég er voðalega ánægð með ferðina. Heppin ég að eiga svo góða fjölskyldu. 

xxx

Eva Laufey Kjaran



2 comments:

  1. Flottar myndir! Fer ömmu þinni vel að vera með slétt hár :) P.s. Þátturinn þinn í gær var ÆÐI :* <3

    ReplyDelete
  2. hæhæ flottar myndir :) Má ég spyrja hvar þú fékkst kápuna sem þú ert í?

    ReplyDelete