Monday, October 21, 2013

Tedrykkja

Ég er mikil kaffimanneskja og veit fátt betra en að fá mér góðan kaffibolla, mér finnst ég drekka of mikið af kaffi suma daga og hef verið að prófa mig áfram í tedrykkju. Ég hef ekki verið mikið fyrir te, en undanfarna daga þá hef ég verið að prófa tvær tegundir af te-um sem mér líkar svakalega vel við. Celestial te. Mér finnst gott að fá mér bolla af grænu te í morgunsárið og svo bláberjate á kvöldin. 

Bláberjate, þetta er ótrúlega gott te. Lyktin er líka alveg dásamleg. 

Grænt te, mér finnst orðið voða fínt að fá mér einn bolla af grænu tei í morgunsárið. 
Ég vona að þið eigið góðan dag kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

1 comment:

  1. Þetta er besta græna te sem ég hef smakkað.
    Enþá betra með smá hunangi eða sítrónu útí :)

    kv. Rut

    ReplyDelete