Þessar kökur slógu heldur betur í gegn á heimilinu mínu en þær kláruðust hratt og örugglega. Þannig á það vera, þá get ég bakað þessar kökur aftur. Ég notaði glútenfrítt hveiti en þið getið auðvitað notað venjulegt hveiti, þið þurfið aðeins minna af því svo byrjið bara að setja 200 g af hveiti og bætið svo í ef ykkur finnst deigið of blautt. Ég þori að lofa ykkur því að þið eigið eftir að baka þessar kökur aftur og aftur.. ekki bara um jólin heldur allt árið um kring.
Njótið vel.
Oreo smákökur
- 110 g smjör
- 100 g hreinn rjómaostur
- 200 g sykur
- 1 egg
- 250 g Finax glútenfrítt hveiti
- 1 tsk vínsteinslyftiduft
- 150 g súkkulaði
- 1 tsk vanilla extract
- 1 pakki Oreo kexkökur
- 100 g hvítt súkkulaði
Aðferð: Hitið
ofninn í 180°C. Þeytið smjör og rjómaost saman þar til blandan verður létt og
ljós, bætið sykrinum saman við og einu eggi. Blandið hveitinu og lyftidufti út
í og hrærið í 2 – 3 mínútur. Í lokin bætið þið vanillu og smátt söxuðu
súkkulaði saman við og hrærið í smá stund. Geymið deigið í ísskáp í 10 – 15 mínútur.
Mótið litlar kúlur með teskeið og veltið kúlunum upp úr muldu Oreo kexi. Setjið
kúlurnar á pappírsklædda ofnskúffu og inn í ofn við 10 – 12 mínútur við 180°C.
Það er afar gott að bræða hvítt súkkulaði og sáldra yfir kökurnar þegar þær
koma út úr ofninum.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
er hægt að nota venjulegt lyftiduft? og ef, hveru mikið af því?
ReplyDeleteÁ ekki að vera hvítt súkkulaði í deginu? Ferð það bara ofan á?
ReplyDelete