Tuesday, March 10, 2015

Bakvið tjöldin; Matargleði Evu

Næstkomandi fimmtudagskvöld fara matreiðsluþættirnir mínir, Matargleði Evu í loftið. Við erum á fullu þessa dagana að taka upp efni og það er ofboðslega gaman hjá okkur í vinnunni. Ég er svo heppin að vera í frábæru teymi og saman vinnum við í því að gera góða matreiðsluþætti. Hér eru nokkrar myndir af tökustað, í fína eldhúsinu mínu. 


Ég er svo heppin að hafa hana Rikku sem leikstjóra, hún er frábær og algjör fagmaður.



Tommi tökumaður einbeittur að mynda granóla. 


Þetta er hún Vera mín sem aðstoðar mig á tökustað, hún er svo skemmtileg og gaman að vera í kringum hana. Hér pósar hún með brauði, allt eins og það á að vera. 


Ingibjörg Rósa og Haddi kíktu að sjálfsögðu á okkur, Ingibjörg var bara sátt og sæl fyrir framan myndavélarnar. 





Tökumenn í action! Þeir eru frábærir og svo flinkir. 


Rjóminn elsku rjóminn, hann kemur við sögu í Matargleði Evu. 

Í þættinum á fimmtudaginn  gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Hraði nútímasamfélagsins er mikill og æ minni tími gefst til matseldar að loknum vinnudegi, allir eru þreyttir og vilja bara fá eitthvað fljótlegt að borða, og já það strax! Fljótlegt, einfalt og hollt fyrir nútímafólk.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

1 comment:

  1. Þetta er svo æðislegt eldhús - elska gráan og bleikan saman <3 Gaman að sjá bakvið tjöldin myndir !

    Kv. Anna Margrét Steingríms

    ReplyDelete