Að elda mat í ofni er einföld matargerð,
það er algjör óþarfi að standa yfir henni þó svo að hún taki stundum langan
tíma. Það er ósköp notalegt að hafa lamb inn í ofni yfir daginn, ilmurinn um heimilið verður svo góður.
Hægeldað lambalæri
1 lambalæri,
rúmlega 3 kg
Salt og nýmalaður
pipar
Lambakjötskrydd 1
msk t.d. Bezt á Lambið
Ólífuolía
3 stórir laukar,
grófsaxaðir
1 heill
hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum
2 fenníkur
(fennel), skornar í fernt
3 sellerístilkar,
grófsneiddir
5 gulrætur
1 rauð paprika
700 ml grænmetissoð
3 greinar tímían
2 greinar rósmarín
Handfylli fersk steinselja
Aðferð.
1.
Hitið ofninn
í 120°C.
2.
Finnið til
stóran steikarpott eða stórt eldfast mót.
3.
Leggið lærið í steikingarpottinn eða mótið, veltið upp
úr ólífuolíu og kyddið með salti, pipar og lambakjötkryddi.
4.
Bætið grænmetinu í steikarpottinn/eldfasta mótið.
5.
Hellið soði í pottinn. Lokið pottinum eða leggið
álpappír þétt yfir mótið.
6.
Bakið lærið í miðjum ofni í sjö klukkustundir.
7.
Þegar 30 mínútur eru eftir af eldunartímanum er lokið
eða álpappírinn tekinn af, fínsöxuðum kryddjurtum (steinselju, tímían og rósmarín ) og hitinn í ofninum hækkaður í
200°C. Þá verður puran dökk og stökk.
8.
Það er mikilvægt að leyfa kjötinu að hvíla í lágmark
20 mínútur áður en þið berið það fram.
Ljúffengt kartöflugratín
900 g kartöflur, mér finnst best að nota bökunarkartöflur
8 dl rjómi (það er gott að nota matreiðslurjóma til helminga)
8 dl rjómi (það er gott að nota matreiðslurjóma til helminga)
1 laukur, skorinn í strimla
1 kjúklingateningur
1 msk blandað krydd t.d. Bezt á allt
salt og pipar
rifinn ostur
Aðferð:
1. Kartöflurnar skolaðar vel og skornar í sneiðar ca. ½ cm
2. Laukur skorinn niður og steiktur upp úr smjöri í smá stund. Kartöflum, rjóma, kjúklingatening og kryddi er blandan saman í pottinum.
3. Sjóðið við vægan hita í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar.
4. Hellið þá kartöflublöndunni í eldfast mót, dreifið rifnum osti yfir og hitið í ofni við 200°C í ca. 20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og orðin gullinbrúnn.
Piparostasósa
Smjör
1 msk smjör eða olía
1 msk smjör eða olía
250 g sveppir, skornir í sneiðar
1 – 2 tsk lambakjötskrydd t.d. Bezt á Lambið
1/2 l rjómi
1/2-1 piparostur, skorin í smáa bita
½ kjúklingateningur
Aðferð:
Aðferð:
- Bræðið smjör í potti. Látið sveppina malla við vægan hita í smjörinu í nokkrar mínútur. Kryddið til með lambakjötskryddi.
- Hellið rjóma yfir og bætið piparosti saman við. Látið sjóða saman við vægan hita um stund. Hrærið í á meðan og passið að osturinn brenni ekki við.
- Bætið tening í pottinn og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.
- Þessi sósa er jafn góð heit og köld, það er upplagt að bera hana fram með grillmatnum í sumar.
Algjör sælkeramáltíð sem allir ættu að prófa.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Hvað er mikið magn af kartöflum í gratínið?
ReplyDeleteca. 900 g fyrir 6.
DeleteHvaða fíntsöxuðu kryddjurtum er verið að bæta við þegar 30 mín eru eftir?
ReplyDeleteSteinselju, rósmarín og timían. En auðvitað getur þú notað þær kryddjurtir sem þig langar til. ;)
DeleteHvaða fíntsöxuðu kryddjurtum er verið að bæta við þegar 30 mín eru eftir?
ReplyDeleteSæl Eva Laufey, ég er með læri sem er rúmlega 2,1 kg. Hvað á ég að hafa það lengi í ofninum og er það 120°C með blæstri? :-)
ReplyDeleteKaera Eva Laufey, Eg notadi thennan matsedil sidustu Paskahelgi. Eg verd bara ad thakka ther kaerlega fyrir. Thetta kom allt saman svo yndislega vel ut og leidbeiningarnar fra ther voru mjog godar. Eg er nu ekki mikid f. ad bua til eftirretti en eg akvad ad bua til Pavlovu svipada og thu varst med. Mer fannst eg voda fullordin thegar eg var ad bua til Marengsinn og thetta var bara mjog audvelt.
ReplyDeleteEnn og aftur....Kaerar thakkir til thin.
Brynja
Sæl Eva ég bý í Noregi og náði að redda mér íslensku lambinog notaði þennan matseðil uppá staf :) það er skemmst fra því að segja að þau elskuðu matinn og ég sjálf líka 😍 Takk fyrir að deila
ReplyDelete