Wednesday, April 29, 2015

Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu.


Vanillubúðingur eða Pannacotta kemur frá Ítalíu. Hægt er að bera eftirréttinn fram allan ársins hring en ástaraldinsósan gerir þennan rétt einstaklega sumarlegan og ljúffengan.

500 ml rjómi

100 g hvítt súkkulaði
2 msk vanillusykur

1 tsk vanilluduft eða vanillukorn úr vanillustöng
2 plötur matarlím


Aðferð: 

1. ) Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur.  
2.) Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum. 
3.) Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanilludufti saman við,  í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. 
4.) Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt. 


Ástaraldinsósa

3 dl appelsínusafi

3 dl sykur
5 ástaraldin


Aðferð

1.) Sjóðið appelsínusafa og sykur saman við vægan hita. 
2.) Bragðbætið sósuna með ástaraldin og hrærið þar til þið eruð sátt með þykktina á sósunni.  
3.) Það er mikilvægt að kæla sósuna vel áður en þið ætlið að bera hana fram og er hún ljúffeng með vanillubúðingnum. 

Berið fram og njótið 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

No comments:

Post a Comment