Ég var alin upp við að fá fisk á mánudögum og eftir að ég fór að búa þá hef ég haldið í þá hefð. Fiskur er hinn fullkomna fæða, hann er bæði mjög hollur og bragðgóður. Það er tilvalið að byrja vikuna á góðum fisk.
Einfaldur og góður pastaréttur, það er mjög gott að bæta t.d. risarækjum eða kjúkling við þessa uppskrift. Einfalt, fljótlegt og þægilegt. Fullkomið á þriðjudegi!
Þessi spínat- og sætkartöflubaka er ljómandi góð, berið hana fram með fersku salati og góðri dressingu.
Bragðmikill fiskréttur með rjómaosti, þessi réttur er mjög vinsæll á mínu heimili. Meira segja þeir sem segjast ekki borða fisk borða þennan rétt með bestu lyst! Á fimmtudögum er tilvalið að bera fram djúsí fiskrétt.
Föstudagur eru pizzadagar í minni fjölskyldu og hvað er betra en pizza með mexíkósku ívafi?
Á laugardögum er upplagt að fá fólk í mat og elda eitthvað gott. Kjúklingur Saltimbocca er Ítalskur kjúklingaréttur þar sem salvía og hráskinka leika lykilhlutverk.
Á sunnudögum er tími til að njóta, svo mikið er víst. Nautalund með piparostasósu er alltaf stórgóð hugmynd og fullkominn endir á vikunni.
Bakstur vikunnar. Möndlukakan hennar mömmu sem ég fæ ekki nóg af.
Ég vona að þið njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
No comments:
Post a Comment