Í gærkvöldi ákvað ég að skella í einfaldasta brauð veraldar, já ég er að segja ykkur það satt. Ég átti hveiti, þurrger, salt og vatn... og meira var það ekki. Það eina sem þessi uppskrift krefst er pínu þolinmæði, brauðið þarf að hefast í 12 - 24 klst en ef þið skellið í deigið að kvöldi þá er það tilbúið um morguninn og eina sem þarf þá að gera er að skella því inn í ofn og eftir 45 mínútur er fína og góða brauðið tilbúið. (sem lítur út fyrir að hafa verið rosa mikil vinna)
Brauðið er auðvitað best nýbakað og ákvað ég að nota það í bruschettu með tómötum og Mozzarella. Algjört lostæti og svo einfalt, ég elska allt sem er einfalt þá sérstaklega á sunnudögum þegar manni langar í eitthvað gott en nennir kannski ekki of miklu vinnuframlagi í eldhúsinu ;)
Pottabrauðið vinsæla
Brauðbaksturinn verður ekki einfaldari en einmitt þessi, þetta brauð er mjög vinsælt víða um heim og það er ekki að ástæðulausu. Pottabrauð sem öllum þykir gott, vel stökkt að utan og mjúkt að innan.
- 500 g Kornax hveiti
- 4 dl kalt vatn
- 1/4 tsk þurrger
- 1,5 tsk salt
- Blandið öllum hráefnum saman í skál, deigið er svolítið klístrað og blautt en þannig á það að vera.
- Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið standa við stofuhita í lágmark 12 klst - 24 klst. Mér finnst best að skella í þetta brauð áður en ég fer að sofa, þá get ég annaðhvort bakað það um morguninn eða þegar ég kem heim eftir vinnu og borið það fram með kvöldmatnum.
- Eftir 12 - 24 klst stráið þið hveiti á borðflöt og leggið deigið ofan á, hnoðið í smá stund eða þar til deigið er ekki klístrað. Leggið viskastykki yfir deigið og leyfið því að hefast í klukkustund til viðbótar.
- Hitið ofninn í 250°C. Setjið ofnpott með loki inn í ofn í 15 mínútur. (Potturinn verður að vera heitur þegar deigið fer í hann). Setjið deigið í pottinn og bakið í 30 mínútur með lokinu á og í 15 mínútur til viðbótar án þess að hafa lok.
- Leyfið brauðinu að kólna í svolitla stund áður en þið berið það fram.
Bruschetta með kirsuberjatómötum og mozzarella
- Gott brauð t.d. pottabrauðið
- 2 msk ólífuolía
- 2 marin hvítlauksrif
- 1 askja kirsuberjatómatar
- Litlar Mozzarellakúlur, magn eftir smekk
- 1 msk. balsamik edik
- Smátt söxuð fersk basilíka, handfylli
- Salt og nýmalaður pipar
- Klettasalat
Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið brauðið í sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið olíu yfir brauðsneiðarnar og bakið í ofni í nokkrar mínútur. Þegar brauðið er tilbúið og orðið stökkt nuddið sárinu á hvítlauksrifinu ofan á hverja brauðsneið. (Ég notaði nýbakað pottabrauð og sleppti því að rista brauðið í ofni, það var nógu heitt og gott)
Skerið tómata í tvennt og skafið innan úr þeim, Mozzarella osturinn er skorinn í bita og hvítlaukurinn pressaður. Blandið öllu saman ásamt basilíku, olíu, balsamik edik og salti og nýmöluðum pipar. Setjið klettasalat ofan á brauðið og því næst tómatblönduna. Í lokin er voða gott að dreifa smá balsamik gljáa yfir svona rétt til að setja punktinn yfir i-ið.
- Gott brauð t.d. pottabrauðið
- 2 msk ólífuolía
- 2 marin hvítlauksrif
- 1 askja kirsuberjatómatar
- Litlar Mozzarellakúlur, magn eftir smekk
- 1 msk. balsamik edik
- Smátt söxuð fersk basilíka, handfylli
- Salt og nýmalaður pipar
- Klettasalat
Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið brauðið í sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið olíu yfir brauðsneiðarnar og bakið í ofni í nokkrar mínútur. Þegar brauðið er tilbúið og orðið stökkt nuddið sárinu á hvítlauksrifinu ofan á hverja brauðsneið. (Ég notaði nýbakað pottabrauð og sleppti því að rista brauðið í ofni, það var nógu heitt og gott)
Skerið tómata í tvennt og skafið innan úr þeim, Mozzarella osturinn er skorinn í bita og hvítlaukurinn pressaður. Blandið öllu saman ásamt basilíku, olíu, balsamik edik og salti og nýmöluðum pipar. Setjið klettasalat ofan á brauðið og því næst tómatblönduna. Í lokin er voða gott að dreifa smá balsamik gljáa yfir svona rétt til að setja punktinn yfir i-ið.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.
No comments:
Post a Comment