Thursday, October 22, 2015

Fimm myndir


Í síðustu viku fór ég á konfektnámskeið hjá Nóa Síríus. Axel Þorsteinsson yfirkonditor á Apótek Resturant sýndi okkur hvernig búa má til ekta konfekt á einfaldan hátt. Þetta var brjálæðislega skemmtilegt og áhugavert, ég hlakka til að útbúa ljúffenga konfektmola fyrir jólin og ég mæli með þessu námskeiði. Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna hér. 


Ég kaupi mér alltaf blóm einu sinni í viku, heimilið verður fallegra með fínum blómum. 


Ég byrjaði daginn á kaffibolla með æsku idolinu mínu honum Sigga Hall í vikunni. Ég ólst upp við að horfa á Sigga í sjónvarpinu eins og margir aðrir. Þessi stórkostlegi maður verður í viðtali í Matarvísi fylgiriti Fréttablaðsins sem kemur út í næstu viku. 


Ég bakaði þessa bleiku köku handa vinkonu minni sem fékk nafnið sitt fallega um daginn. 


Systir mín var á landinu og yngsti strákurinn hennar hann Baltasar Mar var með í för. Hann er jafn gamall Ingibjörgu Rósu minni og það er svo gaman að sjá þau saman, krúttsprengjur! Vildi óska þess að þau ættu heima hér á Íslandi. Vonandi ertu að lesa þetta Maren mín. 


Þetta voru fimm myndir eins og ég hef verið með af og til á blogginu og  ágætt að rifja það aðeins upp. Ágætt að skella inn myndum inn á milli uppskrifta. Svo minni ég auðvitað á matreiðsluþáttinn minn Matargleði Evu sem byrjar klukkan 19:50 í kvöld á Stöð 2. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

No comments:

Post a Comment