Thursday, October 29, 2015

Súkkulaði Panna Cotta úr Matargleði Evu

Súkkulaðibúðingur með heitri berjasósu


500 ml rjómi
150 g suðusúkkulaði
2 msk sykur
fræin úr 1 vanillustöng
2 plötur matarlím

Aðferð: 

Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4 – 6 mínútur.
Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkkulaði saman og bræðið í rólegheitum.
Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið sykri og vanillu saman við,  í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna.
Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best  yfir nótt. 

Heit berjasósa með vanillu

3 dl bláber
3 dl hindber
2 dl sykur
safinn og börkur af hálfri appelsínu
½ tsk kanill
fræin úr 1 vanillustöng  

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í pott og náið upp suðu, leyfið sósunni að malla í 3 – 5 mínútur. Berið fram með súkkulaðibúðingnum og njótið vel.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir


Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

No comments:

Post a Comment