Friday, August 5, 2011


Byggsalatið mitt fékk upplyftingu í kvöld, afþví í dag er föstudagur og á föstudögum þá á maður skilið smá gotterí. Þannig ég lagaði týpískt salat með bygginu, smellti nokkrum nachos flögum smá ost og inn í ofn í fimm mín. Smá salsa-sósa og fetaostur. Ansi ljúffengt!

Þannig er mál með vexti að sumarsukkið er á enda. Á sumrin er erfitt að standast freistingar og það eru kræsingar í hverju horni. Grillpartí, bröns í sólinni og mikið af gotterí. En á sumrin þá á maður að njóta þess engu að síður en nú þegar að ágúst er komin þá er alveg eins gott að reyna að holla sig upp.
Sumarfríið í ræktinni er líka búið og er það ansi góð tilfinning að hreyfa sig að einhverju viti.

Ágúst er svo sannarlega kominn. Myrkur - mér finnst það engu að síður mjög kósí. Kertaljósin fá að njóta sín og ég get sofið án þess að pirra mig yfir birtunni. (geri það stundum þegar að birtan yfirtekur gardínurnar)

5. ágúst í dag og ekki er langt þar til skólinn hefst á ný. Ég hlakka til. Ég hlakka til að komast í almennilega rútínu. En áður en að það gerist þá ætla ég nú að njóta þess að vera í smá fríi. Við Haddi ætlum í smá frí til útlanda í næstu viku og það verður ansi ljúft.

Mílanó í fyrramálið og svo tveggja daga stopp til Washington á sunnudaginn. Spáð ansi góðu veðri og ég hlakka til að heimsækja þá borg aftur, mér finnst hún æði.

Góða nótt xxx

Stundum að vera vandræðileg og sátt eftir góða hreyfingu

1 comment:

  1. Já pant fá þig í tíma til mín í World Class!
    Ég skal vera mjög ströng við þig;)

    kv.

    Edda

    ReplyDelete