Helgin er búin að vera ansi ljúf, í raun er enn helgi og því ætla ég að liggja út í garði í dag og njóta sólarinnar. Á laugardaginn var smá eurovision gleði hér heima við, það var ótrúlega skemmtilegt. Ég hef örugglega sagt það áður og segi það enn og aftur, ég á svo skemmtilega vini!
En nú ætla ég að slökkva á tölvunni og koma mér út í blíðuna.
Ég vona að þið eigið eftir að eiga góðan dag.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Hæ. Dýrka bloggið þitt!
ReplyDeleteÉg er með eina spurningu - er að velta fyrir mér með hvítsúkkulaðikremið. Ég hef bæði gert það á súkkulaðiköku og einnig á muffins, en mér finnst það verða svo rosalega hart ef það fer í kæli og ekki jafn gott ef það er við stofuhita?
Ertu með einhver ráð fyrir mig út af því? Er það út af súkkulaðinu sem það harnar svona í kæli?
Takk fyrir! Spennt að fylgjast með blogginu þínu - æðislegar uppskriftirnar þínar :)
Kv. Ragnhildur
Takk fyrir það Ragnhildur :) Já, það verður ansi hart þegar að það fer inn í kæli, ég reyni að gera kremið um leið og ég ætla að nota það, reyni að sleppa við að setja það í kæli. En annars er gott að taka kökuna/kökurnar úr kæli hálftíma til klukkutíma áður en þú ætlar að bera þær fram. Það er út af smjörinu, að ég held sem það harnar svona í kæli. Smjörið verður svo svakalega stíft og leiðinlegt.
DeleteKær kveðja,
Eva Laufey