Þegar að ég fór til Parísar þá prufaði ég makrónur í fyrsta sinn. Það var ást við fyrsta smakk.
Ég hef mjög lengi ætlað að prufa að baka makrónur en ekki alveg treyst mér í það. Ég sá um daginn einfalda uppskrift á youtube (já þar eyði ég miklum tíma í að skoða matreiðslumyndbönd) og ákvað að slá til. Þær heppnuðust ágætlega, auðvitað ekki fullkomnar. En æfingin skapar betri kökur svo ég ætla að baka þær aftur mjög fljótt. Gaman að prufa fleiri liti og aðrar bragðtegundir. Endalausir möguleikar.
Þær smökkuðust vel og ég var komin til Parísar í huganum. Svoleiðis á það að vera.
Franskar Makrónur.
Uppskrift.
3 Eggjahvítur
210 g. Flórsykur
125 g. Möndlur, fínt hakkaðar.
30 gr. Sykur
Dálítill matarlitur
Byrjum á því að setja möndlur í matvinnsluvél og malið þar til þær eru orðnar að fínu mjöli. Blandið flórsykrinum saman við möndlumjölið og þeytið í eina til tvær mínútur. Opnið matvinnsluvélina og skafið meðfram hliðunum, setjið lokið aftur á og þeytið í um það bil tvær mínútur.
Næsta skref er að sigta möndlumjölið, sækjum okkur skál og sigti. Við viljum að grófu möndlurnar verði eftir í sigtinu og hendum þeim, eða geymum til þess að nota í eitthvað annað.
Sjáið, þessar grófu möndlur viljum við ekki í okkar kökur.
Þá er möndlumjölið orðið ansi fínt, við leggjum það til hliðar og getum farið að þeyta eggjahvíturnar.
Þeytið eggjahvítur, bætið sykri út í þremur pörtum og þeytið þar til blandan er stíf.
Ég lét matarlit út í, bleikar kökur í þetta sinn.
Beautiful Pink!
Bætið þurrefnum saman við eggjahvíturnar í þremur skömmtum með sleif og hrærið vel á milli.
Ég teiknaði hringi á stærð við tíkall á blað og lét undir bökunarpappírinn, tók hann auðvitað í burtu áður en kökurnar fóru inn í ofninn.
Sprautið litlar kökur, á stærð við tíkall á plötu með bökunarpappír.
Sláið plötunni nokkrum sinnum í borðið svo kökurnar verði sléttar og fínar.
Látið kökurnar standa á plötunni í 25 - 30 mínútur.
Bakið við 150 ° C í 10 - 12 mínútur.
Svona viljum við hafa þær.
Gott að dreifa smá kókos yfir kökurnar áður en þær fara inn í ofninn.
Fallegar.
Rjómakrem
2 dl. Rjómi
1 msk. Flórsykur
1/2 tsk. Vanilla extract
Þeytið rjóma, bætið flórsykrinum og vanillu extractinu samn við í lokin.
Mjög einfalt krem, passaði vel við kökurnar. En það er auðvitað hægt að nota hvaða krem sem er.
Með kvöldkaffinu voru fallegar bleikar makrónur, ansi ljúft.
Ég smakkaði makrónur í París á Ladurée. Ég mæli svo sannarlega með því ef þið eruð á leiðinni til Parísar að kíkja þangað.
Kampavín og makrónur á góðu kvöldi í París.
Mikil ósköp væri ég til í að vera í París núna.
En kökurnar hjálpa til, ég ætla að fá mér köku eftir augnablik.
Mikil ósköp væri ég til í að vera í París núna.
En kökurnar hjálpa til, ég ætla að fá mér köku eftir augnablik.
Ég vona að þið njótið vel og prufið.
HÉR getið þið séð hvar ég fann þessa uppskrift, þetta er mjög gott myndband og það er ansi auðvelt að fylgja uppskriftinni.
Ég er farin til Parísar... allavega í huganum.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Vá, þú ert alveg mögnuð!
ReplyDeleteKv. Ella
Þetta er bara frábært. Stefni hér með á makkarónur og kampavín á pallinum í sumar :)
ReplyDeleteKveðja
Kolbrún
Oh takk Eva. Einmitt búinn að vera leita að þessu:)
ReplyDeleteKv. Árný Lára
Mikið rosalega er þetta girnilegt hjá þér :)
ReplyDeleteÉg var að spá, er ekki undirstaðan að því að búa til makrónur að eiga góða hrærivél? (Spyr ein sem á ekki hærivél, bara einn öflugan handþeytara.)
Kv. Ragna
Er hægt að frysta kökurnar ?
ReplyDeleteSæl Eva.
ReplyDeleteHversu margar makkarónur fékkstu úr þessarri uppskrift? Bara þær á myndinni eða fleiri?
Bakaðir þú á yfir og undirhita eða blæstri?
Kveðja,
Helga Reynis.
??
DeleteSæl Helga. Ég fékk á 16 kökur úr þessarri uppskrift. Ég baka alltaf makkarónur á undir og yfirhita :)
DeleteBestu kveðjur
Eva Laufey
Takk kærlega fyrir svarið :)
DeleteÆtla að gera svona fyrir afmælið mitt sem er bráðlega :) Ætli það sé ekki í lagi að baka þær og frysta? :)
Kveðja,
Helga Reynis
Takk fyrir er lengi búin að langa að prófa, þínar kökur eru yndilsegar fallegar hlakka til að sjá hvort mér tekst eins vel til :)
ReplyDeleteKveðja Stína
www.kaksimas.blogspot.com
Á maður að láta þær standa í 25 mínútur áður en maður setur þær í ofninn? Kv. Ásta
ReplyDelete