Er nokkuð betra en gott pasta og gott rauðvín? Einfalt, fljótlegt og ótrúlega gott. Ég elda mér oft pasta og þessi pastaréttur er ofboðslega góður að mínu mati og mjög fljótlegur, sem er mikill kostur.
Þessi uppskrift er fyrir tvær manneskjur myndi ég halda.
Pasta'Broccoli
200 gr. Penne pasta (Ég notaði spelt penne pasta)
150 gr. Spergilkál
1 - 2 Hvítlauksgeirar
1 Rauður chili (Fínskorinn og fræhreinsaður)
1 - 2 msk. Ólífuolía
6 - 8 Kirsuberjatómatar
Salt og pipar
Rifinn parmesanostur
Aðferð
Setjið spergilkálið í pott með sjóðandi saltvatni, lækkið hitann og sjóðið í 7 mínútur. Takið spergilkálið upp úr pottinum og leggið til hliðar, setjið penne í sama vatn og sjóðið í 10 mínútur eða samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
Hitið olífuolíuna á pönnu og mýkið hvítlaukinn og chili-ið í henni.
Bætið spergilkálinu saman við (gott að skera spergilkálið í litla bita áður en þið látið það á pönnuna) og penne pasta á pönnuna. Kirsuberjatómatarnir fara svo saman við að lokum.
Setjið salt og pipar að vild.
Látið malla við vægan hita í um 20 mínútur.
Setjið pasta á disk og dreifið rifnum parmesanosti yfir.
Njótið
Gott pasta og gott rauðvín er undursamlegt combó.
Ég vona að þið prufið réttinn.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Svo fínar myndirnar alltaf hjá þér, hvernig myndavél notaru? :)
ReplyDeletewww.ragnheidurgyda.blogspot.com