Insalata Caprese
Mjög einfalt ítalskt salat sem samanstendur af ferskum mozzarella osti, tómötum, ferskri basiliku, ólífuolíu, salti og pipar.
Fyrir fjóra
4 tómatar
1 stór mozzarella ostur
Basilika
Salt
Pipar
Ólífuolía
1. Byrjið á því að skola tómatana vel og skera þá í sneiðar.
2. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar.
3. Hitið ofninn í 180°C og setjið tómata í eldfast mót inn í ofn í 4 - 5 mín.
4. Takið tómatana út úr ofninum.
5. Náið ykkur í stóran disk eða fjóra litla diska og raðið salatinu upp.
6. Ca. 4 sneiðar af tómat og 3 sneiðar af osti. Basilikulauf sett inn á milli.
7. Salt og pipar að vild. Að lokum dreifum við smá ólífuolíu yfir réttinn.
Einfaldara verður það ekki.
Það er ekki nauðsyn að setja tómatana inn í ofn, mjög gott að hafa þá óbakaða líka en mér finnst það bara svo gott að hita þá aðeins.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran
mm þetta er geggjað! líka gott að setja spínat í staðinn f. basiliku :D
ReplyDeleteÞetta er svo gott!!! og hitaðir tómatar > allir aðrir tómatar :) hita alltaf tómata í salatið mitt!!!
ReplyDeletelove
Þetta lítur ofsalega vel út. Tómatar, mozzarella og basilika mynda svo gott teymi :)
ReplyDeletehttp://matviss.blog.com