Tuesday, May 15, 2012

Insalata Caprese

Insalata Caprese

Mjög einfalt ítalskt salat sem samanstendur af ferskum mozzarella osti, tómötum, ferskri basiliku, ólífuolíu, salti og pipar. 

Fyrir fjóra

4 tómatar
1 stór mozzarella ostur
Basilika
Salt
Pipar
Ólífuolía

1. Byrjið á því að skola tómatana vel og skera þá í sneiðar. 
2. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar.
3. Hitið ofninn í 180°C og setjið tómata í eldfast mót inn í ofn í 4 - 5 mín. 
4. Takið tómatana út úr ofninum. 
5. Náið ykkur í stóran disk eða fjóra litla diska og raðið salatinu upp. 
6.  Ca. 4 sneiðar af tómat og 3 sneiðar af osti. Basilikulauf sett inn á milli. 
7. Salt og pipar að vild. Að lokum dreifum við smá ólífuolíu yfir réttinn.

Einfaldara verður það ekki. 

Það er ekki nauðsyn að setja tómatana inn í ofn, mjög gott að hafa þá óbakaða líka en mér finnst það bara svo gott að hita þá aðeins.



Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran

3 comments:

  1. mm þetta er geggjað! líka gott að setja spínat í staðinn f. basiliku :D

    ReplyDelete
  2. Þetta er svo gott!!! og hitaðir tómatar > allir aðrir tómatar :) hita alltaf tómata í salatið mitt!!!

    love

    ReplyDelete
  3. Þetta lítur ofsalega vel út. Tómatar, mozzarella og basilika mynda svo gott teymi :)

    http://matviss.blog.com

    ReplyDelete