Monday, May 21, 2012

Mexíkósk kjúklingasúpa

Ég er mikil súpu kona og finnst fátt betra en góð súpa. Þessi kjúklingasúpa er í miklu uppáhaldi, mér finnst hún best þegar að hún er búin að malla lengi. Það er best að taka sér góðan tíma til þess að dúlla sér við súpugerð. Það er líka svo notalegt að hafa góða súpulykt ilma um heimilið.

Mexíkósk kjúklingasúpa

Þessi uppskrift er fyrir 5 - 6 manns. 

4 - 5 kjúklingabringur
1 rauð paprika
1 græn paprika
2 gulrætur
1/2 blaðlaukur 
4 - 5 hvítlauksgeirar
1 laukur 
1 grænt eða rautt chili, ég gleymdi að kaupa chili svo ég notaði 1 tsk af þurrkuðum chili pipar
2 msk olía 
1 dós saxaðir tómatar
1 1/2 - 2 teningar af kjúklingakrafti
2 - 3 tsk karrý
2,5 lítri vatn
1 peli rjómi
1/2 - 3/4 úr krukku af Heinz chili tómatsósu
100 - 150 g rjómaostur 

Aðferð:


Hráefnin sem við þurfum í súpuna




Hitið olíu á pönnu við vægan hita, saxið grænmetið smátt og steikið í smá stund á pönnunni, bara rétt til að fá smá gljáa. 

     Setjið grænmetið í stóran pott, bætið vatninu , chili tómatsósunni, karrýinu, kjúklingateningum og    söxuðum tómötum saman við, leyfið þessu að malla á meðan þið steikið kjúklinginn. 

Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á pönnu upp úr olíu, kryddið með chili, salti og pipar.
 Bætið kjúklingnum við súpuna. Látið hana sjóða við vægan hita í 10 - 15 mín.

                                           Að lokum fer rjóminn og rjómaosturinn saman við.  
              Takið ykkur góðan tíma til að laga súpuna, ég leyfði henni að malla við vægan hita í nærri 2 klukkustundir en þess þarf auðvitað ekki. Látið hana þó malla í lágmark 30 mín. Bragðbætið súpuna að vild, gæti verið að þið viljið meiri karrý eða meiri pipar. Mikilvægt að smakka sig til! 

Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachos flögum, sem hver og einn bætir á sinn disk eftir smekk.

Matarmikil súpa sem hressir og kætir. Stundum sleppi ég því að setja rjóma og rjómaost, bæti þá við meiri grænmeti. En að mínu mati er hún betri með rjómanum, elsku rjómanum.
 Lúxus súpa sem á alltaf vel við. 


Njótið vel. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

30 comments:

  1. namm! ætla að gera svona í kvöld :)

    ReplyDelete
  2. Vá þessi hljómar vel :)
    Er þessi uppskrift fyrir cirka 6 manns?

    ReplyDelete
  3. Halla SigurðardóttirMay 22, 2012 at 4:21 AM

    Lítur mjög vel út, hlakka til að prófa! :)

    ReplyDelete
  4. mmm.. ég ætla prófa þessa í vikunni! :D

    ReplyDelete
  5. mmmm nú veit ég hvað ég á að hafa í matinn í kvöld, bjargaðir deginum.

    ReplyDelete
  6. mín reynsla er að í svona súpur eigi ekki að steikja kjúklinginn heldur sjóða hann í söltu vatni hann verður mýkri þannig. En snildar uppskrift þrátt fyrir steikt eða soðið.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ojjj soðinn kjúklingur... er þetta nokkuð Suðu-Sigfús sem talar???
      http://www.youtube.com/watch?v=ma8tHtaJOw0

      Delete
  7. Þessi var elduð hjá mér í gær.Hef lengi leitað af góðri uppskrift. Leitinni er hér með hætt.
    Þetta er sú allra besta kjúklingasúpa sem ég hef bragðað og er fjölskyldan á sama máli.

    Takk fyrir mig :)

    ReplyDelete
  8. Ég er að spá í að gera þessa fyrir vinkonurnar annað kvöld:) Ein spurning, verður kjúklingurinn ekkert ofsoðinn ef hann er látinn malla í súpunni lengi? :)

    Takk fyrir mig :)

    ReplyDelete
  9. Besta súpa sem ég hef smakkað, án efa! Takk fyrir að koma þessari frábæru uppskrift inní líf mitt! ;)

    ReplyDelete
  10. Er að gera þessa í annað skiptið núna, geðsjúklega góð!

    ReplyDelete
  11. Stórgóð súpa alveg. Mæli svo sannarlega með henni. Gaman að fá öðruvísi Mexíkóska kjúklingasúpu en ég er vanur að gera. Hef lengi verið að reyna að fullkomna mína og kannski bara einn daginn prófa ég að blanda þessum tveimur saman að einhverju leiti .. sjá hvernig það kemur ú :)

    ReplyDelete
  12. Besta Meksíkóska kjúlingasúpa sem ég hef smakkað! Takk fyrir uppskriftina :)

    ReplyDelete
  13. Yndisleg súpa, takk fyrir mig Eva laufey.

    ReplyDelete
  14. Þetta er frábær uppskrift. Takk fyrir að deila þessu.

    ReplyDelete
  15. Frábær súpa, allir kátir, glaðir og mettir.

    ReplyDelete
  16. Þegar þú notar chilli hefuru þá fræin með eða hreinsaru þau í burtu ?

    ReplyDelete
  17. Elska þessa súpu :) Við höfum hana alltaf þegar við erum með matarboð og það kolfalla allir fyrir henni!! :)

    ReplyDelete
  18. Var rétt í þessu að borða æðislega góða mexíkanska kjúklingasúpu,mjög góð takk fyrir þessa uppskrift :)

    ReplyDelete
  19. Geri þessa súpu oft og hún slær alltaf í gegn, jafnt hjá ungum sem öldnum. Takk fyrir frábæra síðu :)

    ReplyDelete
  20. Ég prufaði að gera þessa á laugardagskvöldið og hef ekki getað hætt að hugsa um hana síðan þá. Gerði hana svo aftur í kvöld og hún var bara betri. Held að ég sé mögulega orðin háð þessari súpu.

    ReplyDelete
  21. Er að gera þessa núna, hlakkar ógó mikið til að fá mér!

    ReplyDelete
  22. Þessi er meira æði við bjóðum oft mömmu og pabba í heimsók og þessa með :)
    og Stelprunar okkar ELSKA HANA :)

    ReplyDelete
  23. Hélt uppá 4 ára afmælið hjá dóttir minni og þessi súpa sló í gegn, takk kærlega fyrir mig. Er hárgreiðsludama en elska líka að vera inn í eldhúsi að prófa mig áfram og ýmsa rétti p.s. mun pósta link á facebook/klippingar - Takk!

    ReplyDelete
  24. ein spurning! notaru matreiðslurjóma eða venjulegann rjóma? :)

    ReplyDelete
  25. Snilldar uppskrift... veitingarstaðir eiga ekkert í hana

    ReplyDelete
  26. Rosalega góð súpa. Ég bætti reyndar hálfum pakka af söxuðum Kóreander út í súpuna og það var æði, mæli með því ;)

    ReplyDelete
  27. Ætli megi frysta hana (spara stress og subb fyrir matarboð) eða væri það bara rugl? Væri líka rugl að kaupa tilbúinn kjúkling og rífa ofan í súpuna :/

    ReplyDelete