Saturday, February 9, 2013

Bollakökunámskeið á Akranesi




Á mánudaginn held ég mitt fyrsta bollakökunámskeið á Akranesi. Ég er með smá stresshnút í maganum en mikið sem ég hlakka til. Þetta verður að ég held ótrúlega skemmtilegt. Það eru enn nokkur laus pláss laus svo ef þið hafið áhuga á því að koma þá endilega sendið mér póst á netfangið evalaufeykjaran@gmail.com

Ég fékk þessa hugmynd að halda einfalt bollakökunámskeið vegna þess að ég hef fengið margar fyrirspurnir hvað varðar krem og skreytingar. Bollakökur eru í miklu eftirlæti hjá mér, þær bjóða upp á svo marga möguleika. Það er tilvalið að bjóða upp á bollakökur í veislum. Bollakökur eru einfaldar en eru algjört augnyndi og ferlega ljúffengar, passlegur kökubiti sem á alltaf vel við.

Á námskeiðinu verður kennt að baka ljúffengar bollakökur fra grunni, gerðar nokkrar tegundir af kremum og að lokum kennsla í skreytingum. Hver og einn bakar sínar bollakökur, skreytir þær og tekur afraksturinn með heim. 

Einnig hef ég fengið fyrirspurnir um brúðartertuna sem ég bakaði handa systur minni og hvernig ég skreytti hana svo ég ætla að sýna hvernig við skreytum heila köku með rósamynstri.


Ég hlakka til að eyða baksturskvöldi með flottu fólki.
 Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið áhuga á því að koma á þetta námskeið kæru vinir.

xxx

Eva Laufey Kjaran

1 comment:

  1. Væri æðislegt ef þú myndir halda svona námskeið í bænum, ég er búin að vera að leita mér að kökuskreytingarnámskeið en finn engin nema það sé þá í sykurmassa.

    ReplyDelete