Wednesday, February 20, 2013

Kaffibolli með góðri vinkonu.

 Það er ótrúlega notalegt að brjóta upp daginn og fá sér kaffibolla með góðri vinkonu. Ég er svo heppin að eiga marga góða vini en í amstri dagsins þá getur verið svolítið erfitt að skipuleggja kaffihittinga. En mikil ósköp sem það er gott þegar maður loksins nær að hitta góða vini, spjalla um allt milli himins og jarðar yfir ljúffengum cappuccino. 

Þetta er hún Elísabet Sara mín, einstaklega vel heppnuð manneskja. Við kynntumst í Menntaskólanum á Egilsstöðum þegar við bjuggum báðar á heimavistinni á busaárinu okkar. Mikið sem ég er heppin að hafa kynnst henni. Hún flutti suður eftir menntaskólann og er að læra arkitektúr. Hörkudugleg og dásamleg vinkona. 

Nauðsynlegt fyrir okkur öll að brjóta upp daginn og hitta góða vini. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

3 comments:

  1. namm. hvar fæst svona ljúffengur kaffibolli ?:)

    ReplyDelete
    Replies
    1. C for Cookie, mjög krúttlegt kaffihús í Reykjavík :)

      Delete
  2. Kannast við hana þessa, algjör perla!
    kv Dyggur lesandi frá EGS

    ReplyDelete