Thursday, February 14, 2013

Kaffihús með ömmu

 Ég og amma áttum frekar notalegan dag saman í góða veðrinu á Akranesi. Fórum meðal annars á voðalega krúttlegt kaffihús hér á Akranesi, Garðakaffi. Úrvalið er mjög gott á þessu kaffihúsi og það er alltaf hægt að ganga að því vísu að fá eitthvað ljúffengt með kaffinu. Virkilega fínt kaffihús sem ég mæli innilega með. 
 Amma fékk sér gamaldags rjómatertu eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan en ég fékk mér ljúffenga Garðaloku. 
 Einn cappuccino á dag kemur skapinu í lag!
 Þessi kona er svo falleg og góð. 
 Drukkuð mikið kaffi og spjölluðum um allt milli himins og jarðar, og lofuðum veðrinu þess á milli. Það verður allt svo dásamlegt þegar sólin skín svona fallega.
Sumsé voðalega notalegur dagur með ömmu. Dagurinn hefur líka farið í smá skipulagningu fyrir næstu daga, lærdóm og ég stalst til þess að skella í eina ofur einfalda bollaköku uppskrift. Heimilið ilmar og algjör nauðsyn með lærdómnum að finna baksturslyktina. 

Ég vona að þið hafið átt ljúfan dag kæru vinir. Og já auðvitað, gleðilegan Valentínusardag!

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment