Thursday, February 14, 2013

Chia grautur með banana og fimm hlaupalög.

Chia grautur með banana.

1 dl haframjöl
1 1/2 dl vatn
1 1/2 dl mjólk
1 msk chia fræ
1/2 banani, stappaður
smá salt

Öllu blandað saman í pott og hitað við mjög vægan hita þar til grauturinn hefur þykknað, hrærið vel í á meðan. Stappið 1/2 banana mjög fínt og hrærið saman við grautinn að lokum. Berið grautinn fram með smá agavesírópi og ferskum berjum.

Veðrið er búið að vera svo yndislegt undanfarna daga og þá er ekkert betra en að skella sér í útihlaup. Ég er búin að vera að fylgja hlaupaprógrammi og það hefur gengið býsna vel. Tónlistin  skiptir  alltaf miklu máli að mínu mati, þessi fimm lög sem eru hér fyrir ofan eru í eftirlæti hjá mér núna þegar ég fer út að hlaupa. Þetta er nú aldeilis ekki tónlist sem ég hlusta á þegar ég dunda mér í eldhúsinu en þegar ég þarf auka spark í rassinn þegar ég er að hlaupa þá hjálpa þessi lög svo sannarlega til. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

5 comments:

  1. Ég ætla að gera þennan í fyrramálið :) Hljómar vel :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Mæli með því Ingibjörg mín, algjört nammi :):)

      Delete
  2. Mmmmm hljómar vel! Hvernig haframjöl notarðu? Og ertu búin að setja chia fræin eitthvað í bleyti áður?

    Takk fyrir gott blogg - er fastagestur :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég nota Sol Gryn haframjöl. Nei ég lét þau ekki í bleyti að þessu sinni, hef gert það áður en það virðist ekki skipta miklu máli. Útkoman verður eins. Svo ég held að þess þurfi ekki.

      Takk fyrir það kæra Anna. Gaman að þú skulir skoða bloggið.

      Delete
  3. Mmm.. en girnilegt, ætla að prófa þennan! Þetta er alveg frábær síða hjá þér, mig langar bara að prófa allt! :)

    ReplyDelete