Saturday, February 16, 2013

Sveitasæla

 Nú erum við Haddi komin í sveitasæluna og höfum það reglulega huggulegt. Það er algjör nauðsyn að fara annað slagið yfir eina helgi í sveitina. Göngutúrar, sundferðir, góður matur og sjónvarpsgláp einkenna svona helgar og það er svo huggulegt. Fórum einmitt í sund áðan og ég ætlaði aldeilis að synda frá mér allt vit en það eru nokkur ár frá því að ég var í skólasundi og ég hef nú lítið synt síðan þá svo ég var næstum því drukknuð eftir örfáar ferðir, en tilfinningin var virkilega góð eftir á. Planið í kvöld er svo bara elda eitthvað gott og horfa á sjónvarpið, afslöppuð dagskrá þetta laugardagskvöldið.

 La Vieille Ferme er mjög gott rauðvín að mínu mati, mjög létt og fínt. 
  Mér finnst veðrið svo agalega kósí og fannst tilvalið að sitja úti á svölum áðan með eitt rauðvínsglas. 

Ég vona að þið eigið ljómandi fína helgi. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment