Friday, June 19, 2015

Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa



Það er alltaf staður og stund fyrir gómsæta og stökka kjúklingavængi! Það eru eflaust margir að skipuleggja útskriftarveislu nú um helgina. Haddi minn er að útksirfast og ég er á fullu að setja saman smárétti sem mig langar að bjóða upp á. Ég gerði þessa vængi um daginn þegar Ísland – Tékkland mættust. Vængirnir slógu í gegn sem og gráðostasósan sem ég útbjó. Hér kemur uppskriftin, ég vona að þið njótið vel. 

Buffaló vængir með gráðostasósu

15 – 20 kjúklingavængir 
3 msk hveiti 
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk paprikukrydd
2 – 3 msk Buffalo sósa 

Aðferð: 
  1. Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel.
  2. Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofni við 180°C í 50 – 55 mínútur. Snúið vængjunum nokkrum sinnum á meðan þeir eru í ofninum.
  3. Eftir þann tíma setjið þá sósu yfir vængina og setjið aftur inn í 2 -3 mínútur, eða þar til vængirnir eru stökkir og ljúffengir. Berið þá fram með gráðostasósu og sellerí. 


 Gráðostasósa

200 g sýrður rjómi 18% frá MS 
3 msk majónes
safi úr hálfri sítrónu 
100 g gráðostur
salt og nýmalaður pipar


Aðferð: 

  1. Setjið allt í skál og maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Maukið þar til sósan verður silkimjúk, kryddið til með salti og pipar.



Ég keypti tilbúna sósu og ég get svo sannarlega mælt með Guy sósunum, en þær fást í Hagkaup.


Góða helgi.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir


Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

No comments:

Post a Comment