Það er ótrúlega lítið mál að útbúa heimatilbúna hamborgara og þeir smakkast miklu betur en þeir sem eru keyptir út í búð. Þegar sólin skín er tilvalið að dusta rykið af grillinu og grilla góðan mat, helst í góðra vina hópi. Ég grillaði þennan ómótstæðilega hamborgara um daginn og svei mér þá ef hann er ekki bara kominn í uppáhald, svo góður er hann. Ég mæli með að þið prófið núna um helgina.
Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti.
600 g
nautahakk
olía
rauðlaukur
1 dl
smátt skorið stökkt beikon
2 msk
dijon sinnep
2 msk
söxuð steinselja
1 egg
brauðrasp
2 dl
rifinn piparostur
salt og
pipar
hvítmygluostur
Aðferð:
- Blandið öllum hráefnum saman í skál fyrir utan hvítmygluostinn. Brauðrasp eða hveiti bindur deigið betur saman en notið eins mikið og þið ykkur finnst þið þurfa af því. Best er að nota hendurnar til verksins!
- Mótið fjóra til fimm hamborgara, ég keypti mér ágæta hamborgarapressu frá Weber í Hagkaup um daginn og mér finnst hún alveg frábær. Kostar tæplega 2000 kr. Kjarakaup!
- Grillið hamborgarana í þrjár mínútur á lokuðu grilli, snúið þeim við og bætið hvítmygluosti að eigin vali ofan á og grillið áfram í 4 – 6 mínútur.
- Það er gott að setja hamborgarabrauðin á grillið rétt í lokin.
- Berið borgarann fram með majónesi, dijon sinnepi,
káli, tómat og gjarnan enn meiri rauðlauk. Ég var einnig með sætar
kartöflufranskar, en ég skar niður nokkrar sætar kartöflur í lengjur. Velti
þeim upp úr olíu og kryddaði til með salti, pipar og paprikukryddi. Bakaði við
180°C í 35 – 40 mínútur.
Það er alltaf líf og fjör í upptökum. Hér er búið að klemma mig í bak og fyrir á meðan ég stilli matnum upp fyrir myndatöku. Allt eins og það á að vera.
Ég vona að þið eigið góða helgi framundan.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.
No comments:
Post a Comment