Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er að finna þátt sem tileinkaður er mjólkurhristingum, ég kolféll fyrir þessum hugmyndum og bjó til einn ljúffengan með Oreo. Það er einmitt þess vegna sem ég er áskrifandi af Gestgjafanum, það er svo gaman að fá góðar hugmyndir. Netið er auðvitað þægilegt en mér þykir svo gaman að fletta í gegnum tímarit og bækur. Ég bíð með eftirvæntingu eftir blaðini í hverjum mánuði. Ég var lausapenni um tíma hjá Gestgjafanum og það var mjög skemmtilegt, allt sem viðkemur mat er auðvitað af hinu góða. En nóg um það, nú að Oreo mjólkurhristingnum sem þið verðið að prófa...ekki seinna en í dag.
Oreo mjólkurhristingur
- 1/2 L eða 4 dl súkkulaðiís (ég notaði ís með súkkulaðibitum)
- 2 dl nýmjólk
- Oreo kexkökur, magn eftir smekk
- rjómi
Aðferð:
- Setjið allt í blandarann og maukið þar til ísblandan verður silkimjúk. Þið stjórnið þykktinni að sjálfsögðu með mjólkinni.
- Þeytið rjóma eða það sem betra er notið rjómasprautu og sprautið smá rjóma yfir í lokin.
Ég eignaðist rjómasprautu um daginn og er ég vandræðilega spennt fyrir henni. Það er auðvitað lykilatriði í hverju eldhúsi að eiga góða rjómasprautu, haha :)
Einstaklega ljúffengur mjólkurhristingur sem bætir og kætir.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.
No comments:
Post a Comment