Friday, June 12, 2015

Deluxe morgunverðarpanna


Um helgar nýt ég þess að dunda mér í eldhúsinu, sérstaklega á morgnana. Nú er sá tími liðinn að maður geti sofið út (Ingibjörg Rósa grípur daginn um sexleytið..geisp). En, þá hef ég góðan tíma til að elda eitthvað gott. Um daginn eldaði ég þessa ljúffengu morgunverðarpönnu, sáraeinfalt og ótrúlega gott. Egg eru mitt eftirlæti, í þessari pönnu má finna sitt lítið af hverju og það er tilvalið að nota það sem hendi er næst. Allt er leyfilegt um helgar! 

Morgunverðarpanna að hætti sælkerans 

Ólífuolía 
7 - 8 kartöflur
1 laukur
1 rauð paprika
5 - 6 sneiðar gott beikon 
3 - 4 Brúnegg
kirsuberjatómatar 
steinselja 
basilíka
salt og nýmalaður pipar 

Aðferð: 
  1. Hitið olíu á pönnu. 
  2. Skerið niður kartöflur, lauk, papriku og beikon. Steikið í nokkrar mínútur eða þar til karöflurnar eru gullinbrúnar og beikonið stökkt. Kryddið að sjálfsögðu til með salti og pipar. 
  3. Brjótið 3 - 4 egg yfir og setjið pönnuna inn í ofn við 180°C í 6 - 8 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Ef þið eigið ekki pönnu sem má fara inn í ofn þá færið þið blönduna yfir í eldfast mót. Setjið kirsuberjatómatana gjarnan með inn í ofn eða setjið þá yfir þegar eggin er klár. 
  4. Saxið niður ferskar kryddjurtir t.d. steinselju og basilíku og sáldrið yfir pönnuna í lokin. 
  5. Berið strax fram og njótið! 



Bon Appétit!

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir


Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.



No comments:

Post a Comment