Wednesday, December 30, 2015

Áramótakokteillinn


Á gamlárskvöld er tilvalið að bjóða upp á frískandi og bragðgóða kokteila, mér finnst voða gaman að búa til kokteila og ég vil að þeir séu einfaldir. Mojito er í sérstöku eftirlæti hjá mér og ég ákvað að setja hann í nýársbúning. Hann er afar einfaldur og það þarf ekki að kaupa alltof mörg hráefni til þess að búa hann til. Frískandi, bragðgóður og fallegur drykkur sem á eftir að slá í gegn í áramótpartíinu! Ég sá svo falleg brómber í Hagkaup í gær og mér datt strax í hug að nota þau í mojito, að sjálfsögðu getið þið notað hvaða ber sem er í þennan drykk og um að gera að prófa sig áfram. Sniðugt snarl til að bera fram með drykknum er poppkorn... í saltkaramellusósu að sjálfsögðu. 


Brómberja mojito


Fjögur glös 


  • 12 mintulauf
  • 16 brómber  blackberries
  • 4 tsk hrásykur
  • Klakar
  • 8 cl. ljóst romm
  • 4 cl. ímónusafi
  • Sódavatn eða sprite
Aðferð: Setjið mintulauf, brómber og sykur í glas, kremjið með endanum á sleif. Bætið rommi, límónusafa og klökum saman við og hrisstið. Sigtið blönduna í glös og fyllið upp með sódavatni. Skreytið gjarnan með brómberjum eða mintulaufum.






Njótið vel kæru lesendur. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 


Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups. 


No comments:

Post a Comment