Saturday, December 12, 2015

Ísterta með After Eight súkkulaðiÍ vikunni kom út hátíðarbæklingur Hagkaups og þar má finna ljúffengar uppskriftir fyrir jólin. Kalkúnn, önd, nautakjöt og miklu meira í fallegu blaði sem þið getið skoðað hér.  Ég er að minnsta kosti búin að velja nokkra rétti sem mig langar að prófa núna um jólin en ég er til dæmis ein af þeim sem er aldrei með það sama á aðfangadag og nýt þess að prófa eitthvað nýtt og gott. Í blaðinu má finna nokkrar uppskriftir eftir mig, þar á meðal after eight ísterta sem fangar bæði augað og leikur við bragðlaukana. Ég elska þessa tertu og hlakka til að bjóða fjölskyldunni upp á hana um jólin. Tilvalin sem eftirréttur eða þá með kaffinu yfir hátíðarnar <3 


After eight ísterta 


Botnar

    4 eggjahvítur
    4 dl púðursykur

Aðferð: 

Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C.

Ís fyllingin 

    500 ml rjómi
    2 eggjarauður
    4 tsk flórsykur
    1 tsk vanillusykur eða dropar
    200 g after eight súkkulaði

Ofan á 

Suðusúkkulaði 
Fersk ber 


Aðferð:  Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í lokin fer súkkulaðið út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á.  *Best er að setja plastfilmu í formið en þannig er betra að ná kökunni upp úr forminu og sömuleiðis er gott að nota smelluform. 

Kakan fer inn í frysti í nokkrar klukkustundir og þegar þið berið hana fram er gott að bræða suðusúkkulaði yfir vatnsbaði og dreifa yfir kökuna. Skreytið hana svo með ferskum berjum og saxið niður meira súkkulaði og skreytið - það er aldrei nóg af súkkulaði!

Njótið vel. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 


Öll hráefni sem notuð voru í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups. 

7 comments:

 1. Hæhæ, brytjarðu After Eight plöturnar út í rjómablönduna/ísfyllinguna? þessi kaka litur vel út :)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Hæhæ. Já ég saxa súkkulaðið niður smátt og bæti því saman við rjómablönduna.

   Með bestu kveðju,

   Eva

   Delete
  2. Má setja rest aftur í frystir þegar berin eru komin óná?

   Delete
  3. Má setja rest aftur í frystir þegar berin eru komin óná?

   Delete
  4. Já auðvitað, mér finnst þau einmitt svo góð þegar þau eru smá frosin. ;)

   Delete
 2. Ég bjó þessa köku til fyrir aðfangadagskvöld. Hún sló í gegn!!

  ReplyDelete
  Replies
  1. Æðislegt að heyra. Takk fyrir að deila því með mér Helga ;)

   Delete