Ég deildi nokkrum uppskriftum í Nýju Lífi fyrir jólin þ.á m. uppskrift að marengsköku sem fær mig alltaf til að brosa. Já, brosa.. ég elska góðar marengskökur og þær eru svo einfaldar sem er alltaf plús. Ég geri yfirleitt botninn kvöldinu áður og leyfi botninum að kólna yfir nótt, svo skelli ég góðu rjómakremi yfir og skreyti fallega. Einfaldara verður það varla! Það er upplagt fyrir ykkur sem eruð að gera jólaísinn og notið eflaust bara rauðurnar að geyma eggjahvíturnar og búa til marengs til að eiga um jólin, það eru allir svo hrifnir af marengskökum og gott að eiga nokkra botna í frystinum.
Marengshreiður með súkkulaðirjóma og ferskum berjum
Botn:
- 6 eggjahvítur
- 150 g sykur
- 150 g púðursykur
- 1 tsk mataredik
- 1 tsk vanilla extract (eða dropar)
- salt á hnífsoddi
Aðferð:
Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° Cí 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í að minnsta kosti 3 klst í ofninum.
Rjómakrem með Daim
- 200 ml rjómi
- 2 – 3 msk flórsykur
- 1 tsk vanilla extraxt eða drooar
- 100 g Daim súkkulaði
- Fersk ber
- Dökkt súkkulaði
Þeytið rjóma, bætið flórsykri og vanilla út í á meðan þeytt er.
Saxið Daim súkkulaðið afar smátt og blandið saman við með sleikju. Setjið rjómablönduna yfir marengsbotninn og skreytið kökuna að vild með ferskum berjum. Saxið niður dökkt súkkulaði og sáldrið yfir kökuna í lokin.
Marengshreiður með súkkulaðirjóma og ferskum
berjum
Botn:
- 6 eggjahvítur
- 150 g sykur
- 150 g púðursykur
- 1 tsk mataredik
- 1 tsk vanilla extract (eða dropar)
- salt á hnífsoddi
Aðferð:
Þeytið
eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á
milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur.
Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á
pappírinn. Bakið marensinn við 100° Cí 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið
hurðina og látið marensinn kólna í að
minnsta kosti 3 klst í ofninum.
Rjómakrem með Daim
- 200 ml rjómi
- 2 – 3 msk flórsykur
- 1 tsk vanilla extraxt eða drooar
- 100 g Daim súkkulaði
- Fersk ber
- Dökkt súkkulaði
Þeytið
rjóma, bætið flórsykri og vanilla út í á meðan þeytt er.
Saxið Daim
súkkulaðið afar smátt og blandið saman við með sleikju. Setjið rjómablönduna
yfir marengsbotninn og skreytið kökuna að vild með ferskum berjum. Saxið niður
dökkt súkkulaði og sáldrið yfir kökuna í lokin.
Njótið vel kæru lesendur.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni sem notuð voru í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.
No comments:
Post a Comment