Friday, February 5, 2016

Fiskibollurnar hennar ömmu með asísku twisti


Maturinn og uppskriftirnar hennar ömmu eru mér mjög mikilvægar og passa ég mikið upp á þær. Ég hef áður deilt með ykkur uppskrift að fiskibollunum hennar ömmu Stínu sem allir ættu að prófa. Í síðasta þætti af Matargleði ákvað ég að styðjast við þá uppskrift en breyta henni örlítið og setja asískan twist á hana, það kom ansi vel út og ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þessar bollur á bolludaginn. Bragðmiklar, einfaldar og fljótlegar! Akkúrat eins og þetta á að vera. 


Fiskibollurnar hennar ömmu 

14 - 16 bollur
  • 800 fiskhakk
  • 1 meðalstór laukur
  • 1/2 rautt chilialdin 
  • handfylli kóríander 
  • 1 egg 
  • 2 msk hveiti 
  • salt og pipar 
  • Ólífuolía 
  • Smjör 
Aðferð: 
  1. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið þar til blandan verður silkimjúk. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá er fínsaxið þið laukinn, chilialdin og kóríander og blandið öllu vel saman. 
  2. Hitið ólífuolíu og smjör á pönnu, steikið bollurnar á öllum hliðum í ca. mínútu á hlið. Setjið bollurnar í eldfast mót og inn í ofn í 15 - 20 mínútur við 180°C. Á meðan bollurnar eru í ofninum útbúið þið einfalt meðlæti t.d. ferskt salat, hrísgrjón og létta sósu. 

Létt jógúrtsósa með Wasabi

  • 1 dós grískt jógúrt 
  • 1 hvítlauksrif 
  • safi úr hálfri límónu 
  • Wasabi paste, magn eftir smekk
  • Salt og pipar 
Aðferð: 

  1. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Smakkið ykkur til og kryddið með salti og pipar. Gott að geyma sósuna í kæli áður en þið berið fram. 

Hrásalat

  • Rauðkál 
  • Kínakál 
  • Safinn úr hálfri límónu 
  • 1 gulrót 
  • 1/2 rautt chilialdin 
  • Salt og pipar 
  • Handfylli kóríander 
Aðferð:

  1. Skerið grænmetið í þunnar sneiðar og blandið vel saman í skál, kreistið safa úr hálfri límónu yfir og kryddið til með salti, pipar og ferskum kóríander.


Missið ekki af Matargleðinni öll fimmtudagskvöld klukkan 19:25 á Stöð 2. 

Njótið vel. 

xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir


Öll hráefnin sem voru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups. 

No comments:

Post a Comment