Friday, February 26, 2016

Ofnbakaður lax í sítrónu- og smjörsósu

Ef það væri hægt að finna lykt af matnum í gegnum sjónvarp/tölvu þá væruð þið eflaust kolfallin fyrir þessum ljúffenga rétti. Hann er það einfaldur að hann gæti flokkast sem skyndibiti, það tekur rúmlega fimmtán mínútur að búa hann til og er hann algjört sælgæti. Einfaldleikinn er of bestur og þessi réttur sannar það. 

Ofnbakaður lax með ferskum tómötum

  • 800 g beinhreinsað laxaflak með roði
  • Salt og pipar
  • 1 sítróna, börkur og safi
  • 5-6 msk smjör
  • Ólífuolía
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 1 stór tómatur
  • 1 rauðlaukur
  • Balsmikgljái
  • Ólífuolía
  • Handfylli basilíka 

Aðferð:
  1. Leggið laxaflakið í eldfast mót, kryddið til með salti, pipar og nýrifnum sítrónuberki.
  2. Sáldrið ólífuolíu yfir og smjöri. Bakið við 180°C í 10-12 mínútur.
  3. Á meðan fiskurinn er í ofninum útbúið þið einfalt tómatasalat.
  4. Skerið kirsuberjatómata, rauðlauk og saxið basilíkuna mjög smátt. Blandið öllum hráefnum saman í skál og kryddið til með salti og pipar. Hellið ólífuolíu og balsamikgljáa yfir, leyfið salatinu að standa inn í kæli áður en þið berið það fram með laxinum.
  5. Þegar laxinn er tilbúinn færið þið hann á disk og leggið salsa yfir. Berið strax fram og njótið vel.


Missið ekki af Matargleðinni öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. 

Njótið vel. 

xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni sem notuð voru í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups. 




1 comment:

  1. Hæ Eva Laufey ��
    Ég var að horfa á þáttinn þinn í gær og mig langar svo að forvitnast um pottana sem þú notar, hvernig pottar eru þetta?

    ReplyDelete