Thursday, February 18, 2016

Súper einfaldar bláberjabollakökur


Í þætti kvöldsins lagði ég sérstaka áherslu á brönsrétti og bakaði meðal annars þessar súper einföldu og bragðgóðu bláberjabollakökur. Það tekur enga stund að skella í þessar og þær eru algjört æði með morgunkaffinu. Þið getið bæði notað fersk eða frosin ber, það skiptir ekki öllu máli. 


Bláberjabollakökur af einföldustu gerð 

12 – 14 bollakökur
  • 8 msk smjör, brætt
  • 150 ml mjólk
  • 2 egg
  • 300 g hveiti
  • 120 g sykur
  • 1 tsk vanilla
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 – 2 ½ bolli bláber, fersk eða frosin
Haframjölsmulningur 
  • 50 g hveiti
  • 35 g smjör
  • 25 g haframjöl
  • 30 g púðursykur

Aðferð: Setjið allt saman í skál og blandið þessu vel saman með höndunum, þar til þetta verður að fíngerðu deigi 

Bollakökudeigið: 

Aðferð: 
  1. Stillið ofninn í 180°C. 
  2. Hrærið saman eggjum, bræddu smjöri, mjólk og vanillu. 
  3. Hellið blöndunni við þurrefnin og blandið vel saman. 
  4. Veltið bláberjum upp úr svolitlu hveiti og hrærið þeim saman við deigið með sleif.
  5. Skiptið deiginu jafnt niður í bollakökuform og setjið eina matskeið af haframjölsblöndunni yfir. 
  6. Bakið kökurnar við 180°C í 18 – 22 mínútur.
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:25 á Stöð 2. 

Njótið vel. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir


Öll hráefni sem notuð voru í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups. 



2 comments:

  1. Sæl það vantar í uppskriftina hvað þú notar mikla mjólk :)

    ReplyDelete