Monday, October 31, 2011

 Ég er mesti nautnaseggur sem ég veit um. Ég leyfi mér ansi oft að lúra lengur á mánudögum, reyni að lengja helgina pínulítið. Í morgun fór ég á fætur um tíuleytið, lagaði mér hafragraut og gott kaffi. Kveikti á nokkrum kertum, setti Garðar minn Cortes á fóninn og  kom mér vel fyrir í sólstofunni með matreiðslubækur. Ég elska að fletta í gegnum matreiðslubækur og blöð. Á morgun þarf ég að baka fína köku og ég er að vandræðast með valið.
Í kvöld ætla ég að hitta bíóklúbbinn minn.. Ég hlakka til. Þau eru svo afskaplega vel heppnuð eintök.

Mánudagur til mæðu... um að gera að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera á mánudögum, þá eru þeir ekki eins súrir.


xxx

Sunday, October 30, 2011

30.10.11

Matreiðslusýning, leikhús, tvö stórafmæli og kósíheit einkenndu helgina. 
Dásamleg helgi með frábæru fólki. 
Í kvöld var alvöru sunnudagskvöld. Læri hjá mömmu og ég bakaði mömmudraum í eftirrétt, sjónvarpsgláp með famelí og þegar heim var komið þá kom yndisleg vinkona í kaffispjall. 

Vonandi áttuð þið góða helgi xxx

Föstudagsrósirnar mínar. 


Saturday, October 29, 2011

Stóreldhúsið 2011

Ég var svo heppin að vera boðin á Stóreldhúsið 2011 þar sem öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaði voru að sýna og kynna  matvörur, tæki, búnað o.fl. 
Mikil ósköp sem þetta var flott sýning og jeremías eini hvað ég naut mín í botn að smakka ljúffengar kræsingar. Ég tók ansi margar myndir og ætla að deila nokkrum með ykkur. 



















Takk kærlega fyrir boðið! Þetta var frábær sýning. 

Thursday, October 27, 2011

Þrír ættliðir í eina súpu.

Fjölskyldumaturinn. 

Það er enginn súpa eins og kjötsúpan, hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. 
 Ég ólst upp við það að þegar að  kjötsúpa var á  borðstólnum þá var von á öðrum fjölskyldumeðlimum í mat.

 Allir borða á sig gat, sötra á súpunni,  naga beinin, fá sér rúgbrauð með smjöri og drekka ískalda mjólk. Súpan sem sameinar fjölskylduna.

Ég hef gert kjötsúpu nokkrum sinnum en í kvöld þá bauð ég í fyrsta sinn ömmu og mömmu í súpu til mín. 
 Ég verð að taka það sérstaklega fram að ég hafi boðið þeim  vegna þess að þessar konur hafa verið að malla kjötsúpu frá því að þær voru ungar og hafa gert sína súpu nákvæmlega eins alla tíð.
 Mamma lærði af ömmu og ég lærði af mömmu.
 Þrír ættliðir í eina súpu. 
Mér fannst mjög gaman að hringja í þær og bjóða þeim í mat, ég fékk ansi mörg góð ráð.


Dásamlega gott kvöld - þær lofuðu súpuna svo ég stóðst vonandi fjölskylduprófið í kjötsúpugerð. 

Íslenska grænmetið er best. 



Nauðsyn að smakka á meðan að maður dúllar sér við súpugerðina. 


Allt á fullu. 

Amma, ég og mamma. Þrír ættliðir í eina súpu. 

Ó svo góð
xxx

Wednesday, October 26, 2011

Hádegisdeit með sjálfri mér.




Í hádeginu þá langaði mig í eitthvað fljótlegt og gott. Eitthvað sem gott væri fyrir líkamann.
Ég prófaði því að gera mér eggjaköku með twisti.

2 egg. (1 venjulegt og 1 bara eggjahvíta)
Dass af léttmjólk
Salt&pipar
Þetta pískað saman.

Grænmeti.
Agúrka
Paprika
Kirsuberjatómatar
Rauðlaukur.

Steikt á pönnu í smá stund upp úr olíu kryddað með salti&pipar. Síðan er eggjablöndunni hellt út á og látið malla í nokkrar mínútur þar til óhætt verður að snúa kökunni. Á milli setti ég handfylli af klettasalati og ég átti ekki venjulega ost og setti því 1/2 msk. af léttum rjómaost.

Lét vera á pönnunni í um það bil þrjár mínútur.

Borið fram klettasalati og kirsuberjatómötum.

Bragðmikið og gott.



Tuesday, October 25, 2011

Bollakökuást.

Maren systir mín verður þrítug á föstudaginn  og var ég búin að segjast ætla að baka eitthvað fyrir veisluna þannig ég "neyddist" til þess að prufa eina uppskrift í dag og mikil ósköp sem er gaman að dunda sér í bakstri. Að vísu gat ég ekki mikið dundað mér því skólabækurnar störðu grimmt á mig á meðan að ég naut mín við skreytingar. 

En hér er pínu prufukeyrsla á vanillubollakökum með hvítusúkkulaðikremi.
 Uppskrift kemur sem allra fyrst.









Kaffikerling

Ég er mikil kaffikerling og finnst fátt um betra en að drekka gott kaffi, sérlega í morgunsárið og í góðum félagsskap. Það gildir það sama um kaffið og matinn - sameiningartákn. Að mínu mati, að hitta góða vini yfir kaffibolla er yndislegt.

Ég fékk svo frábæra sendingu frá mömmu í gær, rauða kaffivél. Kaffivél sem ég get dúllast í, ég drekk bara kaffi hér á heimilinu og því er leiðinlegt að hella upp á heila könnu bara fyrir mig. En núna get ég dúllað mér með einn og einn bolla, ég og nýja vinkonan mín erum að vinna í því að laga hágæða cappucino bolla.. erum nálægt því.

Ó svo mikill rómans hér á Vesturgötunni í morgunsárið. Ég og kaffið, ég og kaffið.

Njótið dagsins xxx

Monday, October 24, 2011

24.10.11

Mánudagur enn á ný. Fallegt veður og góð vika að hefjast, mamman mín kemur heim í vikunni og það verður ó svo gott að komast í mömmuknús. Það jafnast ekkert á við það. 

Ég útbjó í gær mér til gamans like- síðu á facebook fyrir bloggið. Gaman að sjá hverjir fylgjast með blogginu og takk innilega fyrir að nenna að koma hingað og lesa. https://www.facebook.com/pages/evalaufeykjarancom/290343130980942 hér er slóðin ef þið viljið smella einu like eða svo. :) 

 Ég fæ oft svo mörg falleg skilaboð og það er gaman að það séu einhverjir sem hafa gaman af þessu. Allavega finnst mér þetta ótrúlega skemmtilegt. 


Á mánudögum þá þráir líkaminn eitthvað ferskt og gott eftir helgarsukkerí. Mér finnst mjög gott að fá mér hrökkbrauð í hádeginu og eiginlega bara hvenær sem er. 

Létt og gott í maga. 

Hugmynd að hádegismat. 

Hrökkbrauð
Kotasæla
Salsasósa

Salat: 
Rucola
Rauðlaukur
Paprika
Agúrka 
Salt & pipar. 

Þetta er dásemd. Hollt, ferskt og bragðmikið. 

Lövlí. 

Gleðilegan mánudag 

xxx

Saturday, October 22, 2011

Kjúklingasataysalat

Ég er svo hrifin af þessu kjúklingasalati, elsku Fríða vinkona bauð mér eitt sinn upp á þetta dýrindis salat og þá var ekki aftur snúið. Ást við fyrsta smakk. 
Einfalt, fljótlegt og bragðmikið.




 1 x Stór spínatpoki í botninn (ég setti líka nokkur rucola blöð sem ég átti inn í ísskáp) 

 Ég notaði þrjár kjúklingabringur, þetta salat sem ég lagaði núna er fyrir ca. 4 - 5 manns.
 Ég steikti bringurnar í nokkrar mín og bætti síðan 4-5 msk af satay sósu.
 Kryddað með salti og pipar vitaskuld. 

 Látið malla á pönnunni í góða stund við vægan hita. 

 Kirsuberjatómatar og avókadó. (Heil askja af tómötum og eitt avókadó)

Kúskús sem ég var búin að krydda með smá salt og pipar og ein tsk. af karrý 


 Semsé, uppröðun. 

Spínat 
Kúskús
Kjúklingur í Satay sósu
Kirsuberjatómatar
Avókadó
Heil krukka af fetaost. 

Mmmm. Ljómandi gott salat! 

xxx