Monday, October 31, 2011

 Ég er mesti nautnaseggur sem ég veit um. Ég leyfi mér ansi oft að lúra lengur á mánudögum, reyni að lengja helgina pínulítið. Í morgun fór ég á fætur um tíuleytið, lagaði mér hafragraut og gott kaffi. Kveikti á nokkrum kertum, setti Garðar minn Cortes á fóninn og  kom mér vel fyrir í sólstofunni með matreiðslubækur. Ég elska að fletta í gegnum matreiðslubækur og blöð. Á morgun þarf ég að baka fína köku og ég er að vandræðast með valið.
Í kvöld ætla ég að hitta bíóklúbbinn minn.. Ég hlakka til. Þau eru svo afskaplega vel heppnuð eintök.

Mánudagur til mæðu... um að gera að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera á mánudögum, þá eru þeir ekki eins súrir.


xxx

3 comments:

  1. Hvað heita þessi brúnu korn/fræ ? lítur girnilega út hjá þér btw! eins og svo sem allt annað sem þú gerir! ;)

    ReplyDelete
  2. Hörfræ. Þau eru ansi fín í grautinn :)

    ReplyDelete
  3. úú ég verð að prófa það ;)

    ReplyDelete