Helgin er gengin í garð. Mér finnst alltaf vera föstudagur - vísbending um að tíminn sé ansi fljótur að líða. Tók smá kvíðkast í dag, ekkert agalega mikið eftir af skólanum og það styttist óðum í blessuð prófin.
Ég er komin í náttfötin mín, reyndar er ég löngu komin í þau.. hér var pöntuð pítsa og haft það kósí fyrir framan sjónvarpið. Huggulegur föstudagur.
Bakstur, lærdómur, dúlluheit með litlu strákunum mínum, göngutúrar, kaffiboð og matarboð með góðum vinkonum. Svona lítur dagskrá helgarinnar út, lövlí.
Ég hef gert það að vana mínum undanfarið að kaupa rósir á föstudögum, fallegt að eiga fín blóm um helgar. Gefa heimilinu fallegan lit..
Njótið helgarinnar elskur xxx
No comments:
Post a Comment