Ég er svo hrifin af þessu kjúklingasalati, elsku Fríða vinkona bauð mér eitt sinn upp á þetta dýrindis salat og þá var ekki aftur snúið. Ást við fyrsta smakk.
Einfalt, fljótlegt og bragðmikið.
1 x Stór spínatpoki í botninn (ég setti líka nokkur rucola blöð sem ég átti inn í ísskáp)
Ég notaði þrjár kjúklingabringur, þetta salat sem ég lagaði núna er fyrir ca. 4 - 5 manns.
Ég steikti bringurnar í nokkrar mín og bætti síðan 4-5 msk af satay sósu.
Kryddað með salti og pipar vitaskuld.
Ég steikti bringurnar í nokkrar mín og bætti síðan 4-5 msk af satay sósu.
Kryddað með salti og pipar vitaskuld.
Látið malla á pönnunni í góða stund við vægan hita.
Kirsuberjatómatar og avókadó. (Heil askja af tómötum og eitt avókadó)
Kúskús sem ég var búin að krydda með smá salt og pipar og ein tsk. af karrý
Semsé, uppröðun.
Spínat
Kúskús
Kjúklingur í Satay sósu
Kirsuberjatómatar
Avókadó
Heil krukka af fetaost.
Mmmm. Ljómandi gott salat!
xxx
Ég á svipaða uppskrift, rosalega gott.
ReplyDeleteJá Birna, þetta er ferlega gott ;)
DeleteVar að prufa þetta salat og það er algjört æði.Takk fyrir að deila með okkur þessum uppskriftum.
ReplyDeleteHvernig lítur þessi satay sósa út ?
ReplyDeletehvernig satey sósu notaru ? þær eru svo misjafnar
ReplyDeleteHvaða tegund af satay sósu er vinsælust og bragðbest? Takk!
DeleteHvaða satay sósu notaðiru ?
ReplyDeleteÞað er mjög misjafnt hvaða sósu ég nota, úrvalið er ekkert mjög gott í búðunum að mér finnst. Kaupi þá sósu sem er til hverju sinni :)
ReplyDeleteSæl, mjög girnilegt salat hjá þér! Þar sem ég hef ekki mikið verið með svona kuskus hvernig er það eldað? soðið eða hvað? Og er sama hvernig Kuskus þetta er? kv. Laufey
ReplyDeleteMér finnst rosa gott að bæta rauðlauk og appelsínugulum Doritos flögum við þetta salat....mmmmm. Takk fyrir góðar uppskriftir :) Kv. Lilja
ReplyDeleteprófaði þetta, eitt af bestu kjúklingasalötum sem eg hef smakkað, kv. Rebekka
ReplyDeleteEr þetta best heitt eða er hægt að bera það fram kalt
ReplyDelete