Tuesday, October 25, 2011

Kaffikerling

Ég er mikil kaffikerling og finnst fátt um betra en að drekka gott kaffi, sérlega í morgunsárið og í góðum félagsskap. Það gildir það sama um kaffið og matinn - sameiningartákn. Að mínu mati, að hitta góða vini yfir kaffibolla er yndislegt.

Ég fékk svo frábæra sendingu frá mömmu í gær, rauða kaffivél. Kaffivél sem ég get dúllast í, ég drekk bara kaffi hér á heimilinu og því er leiðinlegt að hella upp á heila könnu bara fyrir mig. En núna get ég dúllað mér með einn og einn bolla, ég og nýja vinkonan mín erum að vinna í því að laga hágæða cappucino bolla.. erum nálægt því.

Ó svo mikill rómans hér á Vesturgötunni í morgunsárið. Ég og kaffið, ég og kaffið.

Njótið dagsins xxx

6 comments:

 1. loksins ertu komin með svona dúlluvél¨!!!
  til lukku

  ReplyDelete
 2. Takk takk takk, mikill sigur. Nú þarftu að koma í kaffi Íris mín.

  ReplyDelete
 3. Ég sakna þin :) til hamingju með nýju kaffivélina, er spennt að fá að smakka !

  ReplyDelete
 4. Svo sammála þér er svo mikið möst að eiga góða kaffivél, hlakka til að bjóða þér uppá gott kaffi á morgun með myndinni :D

  ReplyDelete
 5. Líka svo gott að sitja við þennan glugga í þessu eldhúsi. Kveðja MKS

  ReplyDelete
 6. Hvar fær maður svona fína kaffivél?

  ReplyDelete