Sunday, April 1, 2012

Bruschetta með tómötum


Í dag var bröns hjá mömmu. Brauð, ostar, allskyns álegg, ávextir og svo kanillengja með kaffinu. 
Ég lagaði bruschettu með tómötum. Fersk og dásamlega góð! Mér finnst bröns með þessu ívafi heldur betri heldur en sá með ensku ívafi.

Bruschetta, hráskinka með melónu, brauð með ítölskum ostum og grænmeti. 
Ljúúúúffeng byrjun á góðum sunnudegi. 

Uppskrift dagsins er því Bruschetta með tómötum

5 stórir tómatar
3 – 4 Hvítlauksrif
2 msk. Olífu Olía
2 tsk. Balsamik Edik
8 – 10 Basilikkulauf
Salt og pipar

1 msk. Olía
Fínt snittubrauð

 1.       Hitið vatn að suðu, skerið þrjá tómata í helming. Setjið þá ofan í sjóðandi vatn í um það bil 30 sekúndur, takið þá síðan upp úr og þerrið vel. 
Saxið tómatana smátt ásamt fersku tómötunum sem fóru ekki ofan í pottinn.
2.       Saxið basillaufin smátt. Náið ykkur í stóra skál, blandið tómötum og basillaufum saman.
3.       Bætið olíunni og edikinu saman við og blandið vel.
4.       Setjið hvílauksrifin í hvítlaukspressu og látið saman við tómatblönduna.
5.       Salt og pipar að vild, svolítið duglega af salti.
6.       Inn í ísskáp á meðan að þið steikið brauðið.
7.       Skerið brauðið í u.þ.b. 1 ½ cm þykkar sneiðar
8.       Hitið olíuna á pönnu og steikið  brauðsneiðarnar í henni þar til þær eru léttbrúnaðar.
9.       Brauðið fer svo á disk og setjið um það bil eina góða matskeið af tómamauki á hverja brauðsneið, smá salt og pipar og vel af ferskum parmesan.
Osturinn setur punktinn yfir i-ið.















 Bruschetta er sérlega góð. Léttur réttur sem á alltaf vel við! 



Ég vona að þið hafið það huggulegt.

xxx


Eva Laufey Kjaran

1 comment: