Thursday, April 26, 2012

Límónukókos Cupcakes


Ég geri ansi oft vanillu cupcakes en ákvað að breyta til í dag og lagaði mína tegund af límónukókos cupcakes.


LímónuKókos cupcakes. ca. 22 kökur


200 g smjör
3 dl sykur
4 egg
5 dl hveiti
1 ½ tsk. lyftiduft
4 dl Kókosmjólk
Rifinn börkur af einni límónu
Safi úr einni límónu
2 msk. Vanilla Extract ( eða vanilludropar)

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél og bætið síðan eggjum saman við, einu í einu (Helst að hræra hvert egg í tvær mínútur áður en þið bætið næsta eggi við). Blandið hveiti og lyftidufti saman í annarri skál og sigtið blönduna þrisvar til fimm sinnum í gegnum sigti. Bætið hveitinu og kókosmjólk saman við smjörblönduna í smáskömmtum. Bætið vanilla extract,límónusafa og börknum af einni límónu við í lokin. 
Skiptið deiginu í pappaform og bakið í 20 mín. 

Ég notaði hvítt súkkulaðikrem á kökurnar, uppskriftina finnið þið hér

Ég sáldraði kókosmjöli yfir kremið og skar sömuleiðis niður límónu í litla bita og skreytti kökurnar með fallegum límónu bitum.

Ég vona að þið njótið vel.


 Byrjunin á huggulegum bakstri






 Gómsætt deig



Þessi sumarlegu form fást m.a. í Hagkaup. En ég lét bollakökurnar þó í hvít form að bakstrinum loknum, einfaldlega vegna þess að mér fannst það fallegra myndefni. Hvítu formin voru of lítil til þess að baka í svo þetta var bara með útlitið að gera fyrir myndirnar því auðvitað smakkast kökurnar jafn vel í hvaða formum sem er. 







Mjög einföld uppskrift. Ég vona að þið njótið vel og mæli ég auðvitað hiklaust með því að þið prufið þessa uppskrift, einstaklega sumarlegar kökur sem koma skapinu í lag.

xxx

Eva Laufey Kjaran





8 comments:

  1. Vanillukökurnar eru algjört æði, þessar verða sko prófaðar, helst bara um helgina :)
    Góða helgi
    kveðja
    Kristín S

    ReplyDelete
    Replies
    1. Gaman að heyra. Góða helgi sömuleiðis Kristín :)

      Delete
  2. Nei ég meina.. ég slefaði öllum vökva úr líkamanum. YUMMM!

    ReplyDelete
  3. Ég er með þessar í ofninum núna :) En mig langaði mikið til að forvitnast um hvaða kúnst liggur á bak við það að fá þær nokkuð flatar að ofan? Ég sé að mínar eru að verða bústnar og ansi hnöttóttar og ég sé ekki alveg fyrir mér hvernig er best að láta kremið tolla á þeim :P

    ReplyDelete
    Replies
    1. Kökurnar hjá mér eru mun stærri þegar að þær koma út úr ofninum, svo kæli ég þær í lágmark 30 mínútur og þá síga þær niður. En ef þær gera það ekki þá er líka sniðugt að skera efsta hlutinn af, bara lítið svo þær verði flatar.

      Gleðilegan bakstursdag!

      Delete
  4. í uppskriftinni eru 4 egg, en á myndinni eru bara 2 egg. Gæti verið að það eigi bara að vera 2 egg?
    kv. Erla

    ReplyDelete
    Replies
    1. Það er fjögur egg í uppskriftinni - ég var eitthvað að flýta mér og braut ekki öll eggin í byrjun fyrir myndatöku :)

      Delete
  5. Sæl :)
    Mjög spennandi uppskrift! Er með hana í hrærivélinni... en eru ekki örugglega tvær matskeiðar af vanilludropum?

    ReplyDelete