Saturday, April 28, 2012

Sesar salat


 Sesar salat er í miklu uppáhaldi hjá mér. Frumútgáfan af  Sesar salati er romaine salat eða iceberg, ristaðir brauðmolar, rifinn ferskur parmesan ostur og sesar salat sósa. Það er ósköp gott að bæta við  kjúkling, beikoni og öðru grænmeti.  
Uppskriftin hér fyrir neðan er fyrir þrjá - fjóra.

Sesar salat


1 Iceberg höfuð (eða romaine salathöfuð).
1 Pakki kjúklingbringur.
5 Brauðsneiðar, heilhveiti.
3 Tómatar.
1 Agúrka.
½ Rauðlaukur.
Rifinn parmesan ostur.
Hellmann‘s Sesar sósa.

Aðferð.

Grænmetið skolað og skorið niður. Kjúklingurinn er skorinn í sneiðar og steiktur á pönnu, kryddaður með salti, pipar og smá kjúklingakryddi.  Á meðan að kjúklingurinn er að steikjast þá náum við okkur í aðra pönnu og byrjum á því að laga brauðteningana. (Það er líka hægt að gera þá áður en þið byrjuð að steikja kjúklinginn en geymið þá teningana á meðan í  eldhúspappír t.d.)
Skerið brauðsneiðar í litla teninga, steikið þá á pönnu upp úr smjöri, kryddið með hvítlaukssalti og pipar á meðalheitri pönnu og veltið vel þannig að allar hliðar brúnist.

Rífið niður parmesan ostinn að lokum.

Náið ykkur í fjóra diska. Byrjið á því að raða kálinu, svo hinu grænmetinu sem þið óskið að hafa með, svo fer kjúklingurinn og brauðteningarnir ofan á. Síðast en ekki síst fer parmesan osturinn og sesar salat sósan dásamlega. Kryddið jafnvel aðeins með salti og pipar, þá er salatið tilbúið. 


Einfaldara verður það líklega ekki og mikil ósköp sem salatið er gott. 














Matarmikið og gott salat. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment