Saturday, April 14, 2012

Oreo Cupcakes


12 Dásamlegar Oreo cupcakes


125 gr. Smjör
2 dl. Sykur
2 Egg
1 dl. Mjólk
3 dl. Hveiti
1,5 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Vanillusykur (Eða vanilla extract)
50 gr. Oreo kexkökur, mulið í grófa bita. 



1. Hrærið saman í hrærivél smjöri og sykri, blandið síðan einu og einu eggi út í. 

3. Bætum einu og einu eggi saman við, gott að hræra fyrsta eggið saman við í tvær mínútur og bæta síðan hinu við. 
4. Blandið þurrefnum saman í aðra skál þ.e. hveiti, vanillusykur og lyftiduft. Sigtið þrisvar til fimm sinnum í gegnum sigti. 






5. Síðan er hveitiblöndunni og mjólkinni blandað saman við smjörblönduna, smátt og smátt. 

Eftir nokkrar mínútur verður áferðin silkimjúk og þá er tími til að blanda oreo kökunum saman við í hér um bil eina mínútu eða svo. 

Dásamlegt deig!
Þá er að setja deigið í bollakökuform og inn í ofn við 200°C í 20 mínútur. 


Tilbúnar og fallegar. Kælið kökurnar vel áður en þið setjið krem ofan á.
Þessi grænu form eru keypt í Hagkaup og eru ótrúlega góð. Stór og góð. En ég ákvað að skipta um form að loknum bakstrinum vegna þess að mér fannst hvít form koma betur út, þ.e.a.s. fallegra myndefni. En það skiptir náttúrlega engu máli hvaða form þið notið, kökurnar smakkast alltaf jafn vel. 







Ég notaði mjög einfalt krem sem kom nokkuð vel út. 


2 dl. Rjómi 
2 1/2 msk. Flórsykur
1/2 tsk. Vanilla extract
6 Oreo kexkökur

Byrjum á því að þeyta rjómann, bætum vanillu extract og flórsykrinum saman við í pörtum. 
Ég sigtaði mulið oreo út í kremið sem fór á nokkrar kökur. Þið sjáið á myndunum að þær eru dekkri. 
Ég sigtaði mulið Oreo yfir allar kökurnar og braut nokkrar kökur og notaði sem skraut. 

Reglulega góðar og einfaldar kökur. Að mínu mati getur ekkert klikkað sem inniheldur Oreo. 








Beauties
Njótið vel. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

17 comments:

  1. Má ég vera forvitin og spurja hvernig þú sprautaðir kreminu á kökuna?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég notaði 2D stútinn frá Wilton og sprautaði í hringi :) Byrjaði á einum stórum hring svo minni og minni.

      Delete
    2. Silja Hanna GuðmundsdóttirApril 15, 2012 at 7:43 AM

      Hvar fékkstu 2D stútinn frá Wilton? :)

      Delete
    3. Ég fékk minn í Noregi en hann er til hér heima t.d. hjá mommur.is og í búðinni Allt í köku.

      Delete
  2. Þetta verð ég að prófa:)

    ReplyDelete
  3. VÁ hvað þetta er girnilegt og flott hjá þér! Takk fyrir þessa uppskrift :-)

    ReplyDelete
  4. Váts hvað þetta er girnilegt!
    Er með eina spurningu. Alltaf í uppskriftum þegar það er sagt "smjör" þá er ég alltaf í vandræðum með hvort það eigi að vera bráðið eða ekki. Nú sýnist mér þú ekki vera með það bráðið þarna, en skorið í litla teninga, verður það ekkert kekkjótt?
    Ætti að mýkja það aðeins áður í örb.ofni eða?


    Hlakka til að prufa :)

    P.s veit að margir sem hafa verið með blogg á blogger.com eins og þú hafa tekið út úr comment-kerfinu að maður þarf að skrifa þessi ruglingslegu orð sem birtast (vírus-vörn). Bara hugmynd, er alveg viss um að fleiri myndu kommenta hjá þér, því þetta er leiðinlegast parturinn ;)

    Kv. B

    ReplyDelete
  5. Ég nota alltaf smjör við stofuhita. Þá er smjörið mjúkt og mjög auðvelt að hræra það saman við sykur. En það er líka hægt að setja smjörið í smá stund í örb.ofn. En bara í smá stund, það er ekki gott að smjörið bráðni.

    Takk fyrir ábendinguna með athugasemdakerfið, ég þarf eitthvað að skoða þetta. Ég er ferlega léleg á innri vefinn á blogginu en ég fæ einhvern snilling til þess að aðstoða mig.

    Kær kveðja

    Eva

    ReplyDelete
  6. Hversvegna eru muffinsformin græn í upphafi en síðan eru þau orðin hvít í lok uppskriftar?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Vegna þess að þau grænu voru heldur stærri bollakökuform og svo fannst mér fallegra að taka myndir af kökunum í formum. Þannig ég ákvað að skipta um form eftir baksturinn, skiptir náttúrlega engu máli í hvernig litum formin eru en mér fannst það bara fallegra myndefni :)

      Delete
  7. Wilton 2D stúturinn fæst líka í Blómavali :)

    ReplyDelete
  8. Ein spuring .. Hvernig nærðu kökunum svona sléttum að ofan? Þegar ég geri bollakökur þá lyftast þær alltaf upp í svona pýramída að ofan :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Það er mjög misjafnt hvernig kökurnar líta út hjá mér eftir bakstur, stundum rísa þær en stundum falla þær. :)

      Delete
  9. Notaru ekki kremið á Oreo kexinu ?
    hvorki í cupcakes né kremið ?

    ReplyDelete
  10. Nei það hef ég ekki gert. En það er líklega mjög gott að nota það í krem á þessar kökur :)

    ReplyDelete
  11. Ég sá þessa uppskrift fyrir mánuði síðan og er búin að gera hana þrisvar sinnum síðan! Algjör snilld :)

    ReplyDelete