Wednesday, April 4, 2012

Chilikjötbollur með spaghettí og sósu.


Kjötbollur með spaghettí og sósu. 

500 gr. Nautahakk
1 dl. Brauðmylsna
½ Laukur, smátt niðurskorinn
½ Rautt chili, smátt niðurskorinn
3 Hvítlauksrif, marin
3 msk. Fersk steinselja, söxuð.
1 msk. Fersk basilika, söxuð
1 msk. Rifinn parmesan ostur
1 msk. Ólífuolía
1 Egg
Salt og grófmalaður pipar

Kryddið nautahakkið með salt og pipar, bætið brauðmylsnu, basilikku, steinselja, lauk, hvítlauk, parmesan, chili olíu og eggi saman við, blandið mjög vel saman og mótið litlar bollur. Steikið í um tíu mínútur við miðlungshita upp úr olíu á stórri pönnu. Mikilvægt að snúa bollunum reglulega við svo þær steikist jafnt. Ég lét þær sömuleiðis inn í ofn við 180°C í fimm mínútur.

Berið fram með speghettíi, sósunni og rifnum parmesan. 

Ljúffeng og einföld pastasósa.

1 msk. Olífuolía
1 laukur, smátt skorinn
4 hvítlauksrif, marin
4 msk. Basilika, söxuð
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dl. Vatn
½ kjúklingateningur
1 msk. Rifinn parmesan ostur
Salt og pipar

Mýkið lauk og hvítlauk í olíu á pönnu við vægan hita, bætið niðursoðnum tómötum saman við og vatninu. Látið malla í nokkrar mínútur, bætið síðan kjúklingateningnum, salti og pipar saman við. Að lokum fer söxuð basilika og parmesan ostur saman við  og látið malla í smá stund í viðbót. Smakkið ykkur til, það virkar oftast best. Kannski viljið þið meiri pipar eða meiri basiliku! Þið finnið það. Ótrúlega einföld og góð sósa.



















Við vorum mörg í mat hjá mömmu í gær svo ég þrefaldaði uppskriftina. 
Allir voru sáttir og sælir eftir matinn. 
Það besta er að það var afgangur svo ég get fengið mér þessar dásamlegu kjötbollur núna í hádegismat. 

Ég mæli hiklaust með því að þið prufið þessa uppskrift. 

Ég vona að þið eigið ljúfan dag. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

8 comments:

  1. Magdalena MargrétApril 5, 2012 at 9:14 AM

    Ókei skítt með öll tískublogg! Haha vá þetta er nýja uppáhalds bloggið mitt :)) Takk fyrir að vera svona geðveikt dugleg við þetta.. ég festist alveg í nokkra klukkutíma!

    Kv. Aðdáandi!

    ReplyDelete
  2. ég prufaði þessa uppskrift í gær og YUMMMM þetta er sko gott :)

    takk fyrir æðislegt blogg

    kv Sigrún

    ReplyDelete
    Replies
    1. Frábært og takk fyrir að lesa bloggið Sigrún :)

      Delete
  3. Prófadi thessa uppskrift í kvöld og thetta er ædi. Geri hann aftur :-)

    ReplyDelete
  4. Bloggið þitt er æðislegt. Ég er búin að prófa margar uppskriftir og þær eru hver annarri betri :) Langar samt að spurja hvað þú meinar með brauðmylsnu (er þetta brauðraspur eða tætiru niður brauð?)

    ReplyDelete
  5. Takk fyrir að lesa bloggið. Já það er brauðrasp :)

    Gaman að heyra að þú hefur prufað uppskriftirnar :)

    ReplyDelete