Friday, April 6, 2012

Gleðilega páska




Í hélt ég smá páskakaffi og bauð meðal annars upp á þessa súkkulaðiköku með gulu kremi. 
Ég prufaði að laga vanillubúðing frá dr.Oetker og lét búðingin á milli kökubotnanna ásamt ferskum jarðaberjum og hvítu súkkulaði sem ég reif niður. 

Virkilega huggulegt og heimsins best að vera með famelíunni. 













Ég vona að þið hafið það huggulegt um páskana. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

13 comments:

  1. Hvaða krem ertu með á gulu kökunni? Smjörkremið sem þú notar til að gera rósirnar á bollakökurnar?

    ReplyDelete
  2. Ég er með hvítsúkkulaðikremið, það sama og ég notaði á bollakökurnar. Ég bætti að vísu örlítið meiri flórsykri saman við í þetta sinn. Gerir kremið stífara :)

    ReplyDelete
  3. uuu vááá! Gula kakan er komin á lista yfir brúðkaupskökur haha...það verður gult þema í brúðkaupinu mínu sem verður eitthverntíma eftir 50 ár eða svo

    ReplyDelete
  4. Ókei æði - takk :) Þetta verður prófað á páskadag! Ein kannski önnur spurning.. ertu þá með tvöfalda uppskrift af kreminu?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Nei ég gerði það nú ekki, að vísu setti ég meiri flórsykur en vanalega. Bætti við ca. 1 dl. :)

      Delete
  5. Maren Sól BenediktsdóttirApril 6, 2012 at 6:10 PM

    Æðislegt kökuhlaðborð hjá þér - allt svo girnilegt :-)
    Þessi gula er alveg sjúklega flott, fæst dr.Oetker búðingur ekki í helstu matvöruverslunum?
    Þessi er alveg must svona um páskana!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Jú ég fékk minn búðing í krónunni. Agalega góður ;)

      Delete
  6. Þessi gula kaka er algjör snilld! Gleðilega páska sömuleiðis :)

    ReplyDelete
  7. Hvar mælir þú með því að kaupa sprautupoka og stúta? :) Annars alveg æðislega falleg og girnileg kaka hjá þér :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég hef heyrt að það sé hægt að kaupa þá m.a. á mömmur.is og í búðinni allt í köku.

      Delete
  8. Haltu kjafti hvað þetta er flott kaka. Ég skrifa aldrei athugasemdir á blogg fólks sem ég þekki ekki, en núna varð ég.

    ReplyDelete
  9. Sæl, ég er ekki að sjá uppskriftina fyrir þessa fallegu köku, hvar get ég fundið hana?

    ReplyDelete
  10. hæ og takk fyrir æðislegt matarblogg :) hvar finn ég uppskriftina af þessari guluköku og svo hefur sýnt myndir af bleikri köku eða þetta sama uppskriftin ?? Verður maður að setja á þessar kökur samdægurs eða get ég sett á hana að kvöldi til ef hún er borðuð að morgni??

    ReplyDelete