Tuesday, November 1, 2011

Ungfrú Rósa.

Vanilluskyrkaka með berjum. Ótrúlega ljúffeng - þá sjaldan sem ég geri vel við mig á þriðjudögum. 



Vanilluskyrkaka með berjum.

Botn:
  •   1 ½ Pakki Lu Bostogne Kex.
  •   200 gr. Smjör
Fóðrið formið að innan með filmuplasti, látið plastið ná upp á barmana.  Myljið kexið í matvinnusluvél. Blandið smjörinu saman við og þrýstið kexblöndunni á botn og upp með börmum á bökuformi. Kælið á meðan að þið útbúið fyllinguna.

Fylling.
  •          750 gr. KEA vanilluskyr. (Ein stór og ein lítil skyrdós.)
  •          Peli af rjóma, léttþeyttur.
  •          2 msk. Flórsykur.
  •          Fræin úr einni vanillustöng.
  •          1 ½ tsk . Vanilla Extract. (eða venjulega vanilludropa)

Skerið vanillustöngina í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni, blandið skyrinu, flórsykrinum og fræjunum vel saman. Bætið léttþeyttum rjómanum út í og bragðbætið með vanilla extract. Setjið skyrblönduna ofan á kexbotninn. Kælið í a.m.k. 3 tíma eða yfir nótt.

Berjablanda.
  •          1 Vanillustöng.
  •          1 ½ msk. Flórsykur.
  •          Einn poki frosin ber.  
  •          ½ Askja af ferskum bláberjum.
  •          ½ Askja af ferskum jarðaberjum.

Sjóðið berin og flórsykur saman við vægan hita, skerið eina vanillustöng í tvennt og bætið henni saman við. Látið  malla í nokkrar mínútur á hellunni. Fjarlægið vanillustöngina og kælið berjablönduna í kæli í 30 mínútur áður en þið setjið á kökuna. 

Kakan er síðan skreytt með ferskum ávöxtum og hvítu súkkulaði. Bræðið 100 gr. Af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir kökuna.
 Fallegt er að dreifa hvítu súkkulaði á bökunarpappír og það látið inn í kæli í smá stund, úr því verður til ansi fallegt súkkulaðiskraut. 






Njótið 

9 comments:

  1. Guð minn góður ég held ég hafi aldrei séð neitt girnilegra, þessi verður sko gerð í bráð!

    ReplyDelete
  2. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  3. Mmmm... takk fyrir mig. Ótrúlega ljúffeng kaka hjá þér.

    ReplyDelete
  4. Jiiii hvað þessi er girnileg!!!

    ReplyDelete
  5. Mmm þessi er alltaf góð! En seturu ekki meira en hálfan pela af rjóma? Ég set alltaf hálfan líter :)

    ReplyDelete
  6. Bara að gaman að fá ykkur í smá kaffi Rakel :)

    Ég nota alltaf bara lítinn pela, hef óvart skrifað 1/2 peli. En það á að vera einn :)

    ReplyDelete
  7. Mikið svakalega er ég heppin að það sé farið að selja skyr í Svíþjóð. Ég ætla sko að prófa þessa og ömmu-rósu brauðið við tækifæri! Kveðja, Gyða

    ReplyDelete
  8. Hrikalega girnileg kaka!! Hvar fæ ég vanillustöng?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Í flestum matvöruverslunum. T.d. Hagkaup, Bónus eða Krónunni.

      Delete