Thursday, October 20, 2011

Fiskrétturinn hennar mömmu

Þennan bragðmikla, litríka og ljúffenga fiskrétt gerði mamma mjög oft þegar ég var yngri. Við systkinin nutum þess virkilega að borða hann og það var hart barist um síðasta bitann. Þetta var vinsæll réttur sem allir kunna að meta. 

Fiskrétturinn hennar mömmu 
  • 1 msk ólífuolía 
  • 800 g fiskur t.d. ýsa eða þorskur
  • 1 grænt epli
  • 1 rauðlaukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 græn paprika 
  • 4 gulrætur
  • 1/2 spergilskálshöfuð
  • 150 g rjómaostur
  • 1 - 2 msk karríduft
  • 100 g rifinn ostur 
  • salt og nýmalaður pipa, magn eftir smekk 
Aðferð: Hitið olíu á pönnu við vægan hita, skerið grænmetið smátt og steikið í 2 - 3 mínútur. Bætið rjómaostinum við og kryddið með karrí, salti og pipar. Blandið öllu vel saman og leyfið þessu að malla við vægan hita í fimm mínútur. Skolið ýsubitana vel og raðið þeim í eldfast mót. Hellið grænmetisblöndunni yfir og sáldrið að endingu rifnum osti út á réttinn. Bakið við 190°C í um 25 - 30 mínútur. Berið fiskréttin fram með hrísgrjónum og fersku salati. 


 Grænmetið skorið smátt og steikt á pönnu í smá stund upp úr olíu. 







Einfalt - fljótlegt og ljúffengt! Ég segi það og skrifa. Veisla fyrir bragðlaukana! 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

10 comments:

  1. Mmm.. þú býður mér í þennan við fyrsta tækifæri
    xx Fríðan þín

    ReplyDelete
  2. Um leið og þú kemur á Skagann þá færðu fisk Fríða mín.

    ReplyDelete
  3. Þennan geri ég mjög oft! Hrikalega góður:)

    ReplyDelete
  4. Girnó :) Skiptir máli hvernig eplið er á litinn ? Þar sem þau gefa mismunandi bragð eftir litnum ;)

    ReplyDelete
  5. Alveg frábær fiskréttur. Ekki mikil fiskikona en þessi rann ljúflega niður. Alveg frábær síða hjá þér og hefur kveikt í manni þrána að elda góðan mat. Gott að fá svona myndrænar uppskriftir.

    ReplyDelete
  6. er hægt að nota eitthvað annað í staðinn fyrir rjómaostinn? :)

    ReplyDelete
  7. ætla að prófa þennan í kvöld :)

    ReplyDelete
  8. Var með þenna fiskrétt í kvöldmtinn, og hann verður sko eldaður aftur, æðislega góður :)

    ReplyDelete
  9. notar þú blástur?

    ReplyDelete