Friday, April 1, 2016

Klístruð og ómótstæðileg rif

Klístruð og ómótstæðileg rif 


Svínarif
 • 1 tsk Bezt á allt kryddblanda
 • 1 tsk paprika
 • 1 tsk cumin krydd
 • 1 tsk kanill
 • 1 dl Hoisin sósa
 • 1 dl Soya sósa
 • 1 msk hunang
 • Salt og pipar
 • ½ rautt chili
 • 1 stilkur vorlaukur
 • 1 hvítlauksrif
 • 1 msk fersk nýrifið engifer
 • 1 dl púðursykur
Aðferð: 
 1. Saxið chili og vorlauk, blandið öllum hráefnum saman í skál og leggið svínarif í form. 
 2. Hellið sósunni yfir og geymið í kæli. Best er að leyfa kjötinu að liggja í sósunni í nokkrar klukkustundir. 
 3. Pakkið kjötinu inn í álpappír og bakið við 110°C í 2,5-3 klukkustundir. Eftir þann tíma stillið þið ofninn á grillhita og opnið álpappírinn, steikið kjötið á þeim hita í 10-15 mínútur.
 4. Dreifið ristuðum sesamfræin yfir kjötið áður en þið berið það fram.

Ferskt hrásalat

 • ½ höfuð rauðkál
 • ½ höfuð hvítkál
 • ½ rautt chili aldin
 • 2 stilkar vorlaukur
 • Safi úr hálfri límónu
 • Safi úr hálfri appelsínu
 • Handfylli kóríander
 • Salt
 Aðferð:
 1. Skerið grænmetið smátt og blandið saman í skál. 
 2. Kreistið safann úr límónu og appelsínu yfir salatið og kryddið til með salti og pipar. Gott er að leyfa salatinu að standa í hálftíma í kæli áður en þið berið það fram. 


Njótið vel.

Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

No comments:

Post a Comment