Friday, April 1, 2016

Pavlova með ástaraldin- og mangósósuPavlova með ástaraldin- og mangósósu

Marensbotn

 • 6 Stk eggjahvítur
 • 300 g sykur
 • 1 ½ tsk mataredik
 • 1 tsk vanilla extract eða dropar
 • Salt á hnífsoddi
Aðferð:

 1. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. 
 2. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. 
 3. Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna íalla vega 3 klst í ofninum ef þið hafið tíma til.
Krem:

 • 1 dós kókosmjólk (frosin)

Aðferð: 

 1. Frystið kókosmjólkina í 40-60 mínútur. 
 2. Setjið hana síðan í skál og þeytið þar til áferðin verður rjómakennd.
 3. Dreifið kreminu vel yfir kökuna og setjið vel af ástaraldin sósunni yfir og skreytið með ferskum berjum.
Ástaraldin- og mangó sósa

 • 4 ástaraldin
 • Safi úr hálfri appelsínu
 • 2-3 tsk flórsykur
 • 1 mangó
Aðferð:

 1. Skafið kjötið úr ástaraldinávextinum og setjið í pott ásamt appelsínusafa og flórsykri. Leyfið sósunni að ná suðu og hrærið vel í. 
 2. Skerið mangóið í litla teninga og bætið út í sósuna. Kælið sósuna vel áður en þið hellið henni yfir kökuna.
Missið ekki af Matargleðinni öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. 

Njótið vel.

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.1 comment: