Friday, April 15, 2016

Pönnupizza með jalepeno osti



Pönnupizza með jalepeno osti og sveppum
Pizzabotn 

  • 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt)
  • 2 ½ tsk þurrger 
  • 1 msk hunang
  • 400 – 450 g brauðhveiti
  • 1 tsk salt 
  • 2 msk olía  

Aðferð: 
  1. Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. 
  2. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin. 
  3. Hellið gerblöndunni í hrærivélaskál og bætið öllum hráefnum saman við, það er góð regla að bæta hveitinu smám saman við.  Það gæti þurft minna en meira af hveitinu.
  4. Látið hnoðast í vélinni í 6 – 10 mínútur eða þar til deigið er orðið í laginu eins og kúla, einnig á það ekki að vera klístrað. 
  5. Setjið viskastykki yfir hrærivélaskálina og leyfið deiginu að hefast í klukkustund eða þar til þar hefur tvöfaldast að stærð.
  6. Fletjið deigið út, þetta deig dugar í tvær pizzur.
  7. Hitið smávegis af olíu á pönnu, passið að pannan sé mjög heit þegar þið setjið deigið á pönnuna. 
  8. Steikið pizzabotninn á pönnunni í nokkrar mínútur eða þar til botninn er orðinn stökkur, bætið þá kjúklingnum ofan á og sáldrið ferskum mozzarella osti yfir. 
  9. Bakið í ofni við 200°C í 5 - 7 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.

Fylling
  • 1 dós sýrður rjómi 
  • 1 Jalepeno ostur
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt og nýmalaður pipar
  • 200 g sveppir steiktir upp úr smjöri og hvítlauk
  • Hægeldaðir tómatar
  • Smátt söxuð steinselja


Aðferð:
  1. Fletjið út pizzadeigið og leggið á pappírsklædda ofnplötu. 
  2. Rífið niður jalepeno ostinn og hrærið saman við sýrða rjómann, pressið hvítlauksrifið og blandið saman við. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið ostablöndunni á botninn.
  3. Steikið sveppina upp úr smjöri og pressið eitt hvítlauksrif út í pottinn, þerrið sveppina vel áður en þið setjið þá á pizzuna.
  4. Bakið við 220°C í 10 - 12 mínútur. Ofnar eru auðvitað misjafnir og það gæti verið að þið þurfið að baka hana lengur en pizzan er klár þegarr hún er gullinbrún. Það er mjög gott að setja hægeldaða tómata og smátt saxaða steinselju yfir pizzuna í lokin.  

Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld klukkan 19:15 á Stöð 2. 

Njótið vel. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 

Öll hráefni se


No comments:

Post a Comment